Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
10.5 C
Reykjavik

Mátaði einungis einn kjól fyrir brúðkaupið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt mjög afslappað og þægilegt

Hafdís Huld Þrastardóttir Wright flutti heim frá Englandi fyrir átta árum en hún býr nú í litlu bleiku húsi í Mosfellsdalnum ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Hún segir tækifærin fleiri í bresku samfélagi en Ísland sé barnvænna og henti því fjölskyldunni betur. „Þegar við ræddum fyrst saman um að flytja hingað heim var eina krafa Alisdair að geta haft fjöll í augnsýn. Þegar við römbuðum svo á litla bleika húsið var ekki aftur snúið því bæði er það eins og lítið breskt tehús en héðan er líka hægt að horfa til fjalla út um alla glugga.”

Hafdís lýsir eiginmanni sínum sem ekta breskum herramanni en hún fær reglulega spurningar hvort hann geti tekið að sér að fínpússa íslenska víkinga. „Það var eitt af því fyrsta sem ég heillaðist af við hann, þessi þægilega nærvera og tillitssemi sem hann býr yfir. Það er ákaflega gott að ala upp barn með manni sem býr yfir þessum eiginleikum.”

Örfáum dögum eftir að dóttir hjónanna kom í heiminn bar Aldisdair upp bónorðið. „Hann færði mér tebolla og lítinn kassa sem í var trúlofunarhringur sem langafi hans hafði gefið langömmunni í Glasgow fyrir tæpum 100 árum síðan. Þetta er ótrúlega fallegur hringur og enn í upprunalega boxinu. Bónorðið var einlægt og látlaust, alveg í okkar anda. Þegar kom að brúðarkjólnum langaði mig að vera í látlausum gamaldags kjól og fann hann nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið. Þetta er ekki hefðbundinn brúðarkjól en ég heillaðist strax af honum og var þetta því eini kjólinn sem ég mátaði.”

Brúðkaupið var haldið í gróðurhúsi foreldra Hafdísar og lýsir hún deginum sem ævintýralegum.„Mamma sá um allar skreytingarnar ásamt því að baka brúðartertuna og pabbi smíðaði bæði bar og dansgólf í gróðurhúsið þar sem við tókum svo á móti gestunum með jólaglöggi og lifandi tónlist. Þetta var yndislegur dagur í alla staði.”

 

- Auglýsing -

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir.

Mynd / Aldís Pálsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -