Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ekki sleppa morgunmat

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikilvægasta máltíð dagsins.

Allir hafa heyrt  gömlu tugguna um að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins en margir sleppa honum, hvort sem það er vegna anna eða af annarri ástæðu. Það er þó ýmislegt til í þessari gömlu tuggu.

Á síðastliðnum fimm árum hefur orðið ákveðin vitundarvakning um mikilvægi þess að fasta í ákveðinn tíma á hverjum sólarhring til að gefa líkamanum tækifæri til að taka fótinn af bensíngjöfinni og sinna nauðsynlegu viðhaldi. Ýmsar gerðir föstumataræðis hafa verið í umræðunni, eins 5:2-mataræðið eða 16 tíma fasta, og þær hafa sína kosti og galla. Við getum þó öll tileinkað okkur það að hætta að borða á kvöldin og ná þannig allavega 10 tíma föstu á hverjum degi.

Enska orðið yfir morgunmat, breakfast, þýðir bókstaflega að brjóta föstu. Þannig að um leið og við borðum morgunmat hættum við að fasta, líkaminn vaknar úr ákveðnum hvíldarfasa þannig að meltingin og önnur efnaskifti byrja að vinna aftur á sinn eðlilega hátt.

Líkaminn byrjar þá að brenna hitaeiningum í auknum mæli og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat grennast frekar, og haldast frekar í kjörþyngd, en þeir sem að sleppa morgunmat. Það er þó ekki þar með sagt að það sé algjörlega nauðsynlegt að borða morgunmatinn um leið og maður vaknar heldur er í lagi að bíða, ef til vill til klukkan tíu.

Hvenær svo sem þú borðar morgunverðinn er mikilvægast að hann sé hollur og næringarríkur. Sumir vilja örlítið sætari morgunmat á meðan aðrir geta ekki hugsað sér það.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -