Linda Benediktsdóttir er mörgum sælkeranum kunn en hún heldur úti bloggsíðunni lindaben.is.
,,Ég legg gríðarlegan metnað í bloggið mitt og hef virkilega gaman að því að skapa efnið sem fer þangað inn. Instagram er líka vettvangur sem mér finnst skemmtilegur og legg ég mikið upp úr þeirri síðu. Mér finnst æðislegt að tengjast lesendum mínum á þennan persónulega hátt.
Áður hafði Linda rekið síðuna makkaronur.is þar sem fólk gat pantað sér makkarónur fyrir hvaða tilefni sem er á netinu. Linda segir það hafa verið skemmtilegt verkefni að reka sína eigin kökubúð. ,,Ég fer oft af stað með einhverja ákveðna útkomu í huga en þegar lengra er komið í ferlinu er niðurstaðan langt í frá sú sem ég ætlaði í upphafi. Frekar en að byrja upp á nýtt læt ég hlutina bara virka.
Mér hefur alltaf þótt gaman að baka og vel köku fram yfir önnur sætindi. En ég passa líka að hafa jafnvægi í matarræðinu. Ég borða holla fæðu dagsdaglega, hreyfi mig þegar ég hef tíma en það hentar mér best að hafa allt í hófi. En svo þegar mig langar í góða köku leyfi ég mér það bara og fæ ekkert samviskubit yfir því.“
,,Ég fer oft af stað með einhverja ákveðna útkomu í huga en þegar lengra er komið í ferlinu er niðurstaðan langt í frá sú sem ég ætlaði í upphafi.“
Hún segir að það besta við baksturinn sé nefnilega útrásin sem maður fær fyrir sköpunargleðinni. ,,Svo er ákveðin spenna fólkin í því að vera gera eitthvað nýtt og sjá hvort það virkilega heppnist, sérstaklega þegar maður er að taka smá séns en mistökin geta sömuleiðis verið algjör snilld.“
Í nýjasta tölublaði Vikunnar er Linda með uppskrift að lakkrísostaköku með hvítu súkkulaði, konfektkleinuhringjum og brownies með eggjahvítukremi og súkkuði.
Höfundur / Íris Hauksdóttir
Myndir /Heiðbjörg Guðbjörg Gunnarsdóttir