Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Níu leiðir til að minnka plastnotkun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Plast eyðist ekki auðveldlega náttúrunni heldur safnast upp, mengar höf og lönd og hefur stórfelld áhrif á lífríki jarðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að endurvinna plast í stað þess að henda því í almennt rusl.

Einnig er vert að skoða leiðir til að minnka plastnotkun almennt í okkar daglega lífi. Með breyttum neysluvenjum getum við aukið framboð af umbúðalausri matvöru og jafnvel dregið úr framleiðslu á plasti, eða að minnsta kosti dregið úr óþarfa plastumbúðum.

1. Fjölnota innkaupapokar

Við vitum flest að við eigum að nota fjölnota innkaupapoka og þess vegna er merkilegt hversu margir reiða sig enn á plastpokana í matvöruverslunum. Hægt er að fá fjölnota poka sem pakkast saman í mjög litla einingu og sniðugt er að vera með þá á nokkrum stöðum; til dæmis í töskunni, hanskahólfinu í bílnum og úlpuvasanum.

Mikilvægast er þó að muna eftir að ganga frá pokanum og setja hann strax á sinn stað því annars er hætta á að þú gleymir honum.

2. Umbúðalaus matvæli

Eitt versta dæmi um ofnotkun á plasti er umbúðir utan um grænmeti, jafnvel það sem er í lausasölu. Margar búðir bjóða þó upp á gott úrval af umbúðalausum ávöxtum og grænmeti sem eru einnig lífræn í þokkabót.

- Auglýsing -

Hægt er að kaupa sérstaka fjölnota grisjupoka undir ávexti og grænmeti sem er lítið mál að taka með sér í búðina. Sumar verslanir hafa þá selt hnetur, fræ, þurrkaða ávexti, olíur, krydd og fleira í lausu þannig að þú mætir með eigið ílát sem þú fyllir á. Ef slíkt hentar þér ekki er gott ráð að velja frekar vörur í pappírs- eða glerpakkningu.

Eitt versta dæmi um ofnotkun á plasti er umbúðir utan um grænmeti.

3. Taubleyjur á börnin

Talið er að hvert barn noti ríflega fimm þúsund bréfbleyjur á fyrstu árunum. Þessar einnota bleyjur fara svo í ruslið og enda á haugunum, en milli 5 og 10% sorps sem er urðað eru bréfbleyjur. Þó að þær kallist bréfbleyjur, innihalda þær plastefni og fleiri ónáttúruleg efni.

- Auglýsing -

Það er því mun umhverfisvænna að nota svokallaðar taubleyjur og vinsældir þeirra hafa aukist til muna á síðustu árum. Upphafskostnaður þeirra er vissulega meiri en við hefðbundnar bréfbleyjur en þær er hægt að nota aftur og aftur – jafnvel fyrir fleiri en eitt barn.

4. Eldaðu frá grunni

Tilbúinn matur er yfirleitt í plastumbúðum og oftast eru þær umbúðir ekki endurnýtanlegar. Langbesta lausnin á þeim vanda að elda heima mat frá grunni, hvort sem það er í nesti eða kvöldmatinn.

Síðan er miklu betra fyrir heilsuna að borða mat sem hefur verið eldaður frá grunni því hann inniheldur engin rotvarnarefni eða slíkt. Gott er að fjárfesta í umhverfisvænu og eiturefnalausu nestisboxi til að nota ekki samlokupoka eða slíkt.

5. Drykkir á ferðinni

Það er mikilvægt að svala þorstanum reglulega. Við á Íslandi búum svo vel að geta fengið tandurhreint vatn beint úr krananum. Góð regla er að hafa alltaf fjölnota vatnsflösku við höndina, til dæmis á skrifborðinu í vinnunni og í bílnum, þá þarftu ekki að kaupa þér vatn eða gos í hvert skipti og þú finnur fyrir þorsta.

Kaffidrykkjufólk ætti einnig að fjárfesta í fjölnota kaffimáli því öll helstu kaffihús landsins afgreiða kaffipöntun þína beint í málið þitt og sum gefa meira að segja afslátt út á það.

6. Engin plaströr

Nú eru fjölmargar verslanir farnar að selja drykkjarrör úr pappír sem geta auðveldlega komið í staðinn fyrir þau úr plasti. Í nokkrum Evrópuborgum er nú hafði átak þar sem veitinga- og skemmtistaðir eru hvattir til að skipta plaströrunum út fyrir pappír. Einnig er hægt er að kaupa fjölnota stálrör til að nota heimafyrir.

7. Pakkaðu inn í pappír

Smám saman getur þú skipt út matarfilmu og pokum fyrir vaxpappír. Á Netinu er hægt að panta fjölnota vaxpappír, ýmist úr býflugna- eða sojabaunavaxi. Hægt er að pakka slíkum pappír utan um samlokur og matarafganga sem þú ætlar að geyma í kælinum – pappírinn nýtist einnig fyrir mat sem á að fara í frystinn. Annað gott ráð er að setja matarafganga í fernur eftir að þú hefur skolað úr þeim.

8. Endurnýttu ílát

Hægt er að endurnýta ýmis plastílát sem matvæli koma í, til dæmis plastbox utan af sósum eða salati. Hreinsaðu ílátin þegar að þú klárar úr þeim og geymdu þau. Hægt er að nota þau til að geyma matarafganga eða undir nesti.

Víða erlendis er einnig hægt að nota slík ílát til að sækja mat í búðir, til dæmis kjöt eða fisk úr borði eða tilbúna rétti. Enn sem komið er leyfir heilbrigðiseftirlitið það ekki hér á landi en það mun vonandi breytast í framtíðinni.

9. Dagleg umhirða

Það er einnig fullt af plasthlutum sem við notum í okkar daglegu umhirðu sem við gætum hæglega skipt út fyrir aðra umhverfisvænni kosti. Til dæmis eru einnota rakvélar og rakvélarhausar úr plasti og í þeim felst mikil sóun.

Lítið mál er að kaupa góða, gamaldags rakvél sem tekur einföld rakvélarblöð, en þau blöð endast ekki bara lengur heldur eru mun ódýrari. Einnig er meirihluti tannbursa úr plasti og mælt er með að við skiptum um þá ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti – það gerir allavega fjóra tannbursta á ári.

Nú eru fáanlegir tannburstar úr bambus sem brotnar auðveldlega niður í náttúrunni, ólíkt plasti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -