Laugardagur 20. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Núvitund í hversdagslífinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Núvitundariðkun reynist vel við ýmsum heilsufarsvandamálum.

Núvitund er aldagömul hugleiðsluaðferð sem á rætur að rekja til búddisma og felst í því að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt. Í stað þess að láta lífið líða hjá án þess að lifa því, vöknum við til meðvitundar og upplifum það á virkan hátt. Rannsóknir hafa gefið vísbendingu um að meðferðir sem byggja á núvitundariðkun reynast vel við ýmsum heilsufarsvandamálum, ekki síst við andlegum vandamálum svo sem streitu, þunglyndi og kvíða. Hér eru nokkrar góðar leiðir til að innleiða núvitund í daglega rútínu.

Ekki gera hundrað hluti í einu, sestu niður og njóttu þess að borða matinn í ró.

Borða

Okkur hættir til að fara í gegnum daginn á sjálfstýringu og skófla þá í okkur mat á meðan við horfum á sjónvarpið eða spjöllum við okkar nánustu.

Þannig fer ýmislegt fram hjá okkur, eins og hversu ljúffengur maturinn er á bragðið og við fáum ekki sömu vellíðun út úr máltíðinni.

Ekki gera hundrað hluti í einu, sestu niður og njóttu þess að borða matinn í ró.

Ganga

- Auglýsing -

Þegar þú ert úti að ganga reyndu að finna hvernig fætur þínir koma við jörðina og hvernig þú notar vöðvana í líkamanum. Horfðu svo í kringum þig, taktu eftir hvað er að gerast og hvaða hljóð þú heyrir. Það gæti komið þér á óvart hversu mörgum nýjum hlutum þú tekur eftir í umhverfi þínu.

Anda

Öndun er mikilvægur þáttur í hugleiðslu því hún er okkur svo eðlislæg og taktföst. Þegar þú átt lausa stund ættirðu að lygna aftur augunum og einbeita þér að því að anda. Um leið og við byrjum að einbeita okkur að önduninni færumst við sjálfkrafa úr huganum í líkamann og fáum þannig frí frá öllum hugsunum og áhyggjum.

- Auglýsing -

Finna

Við gleymum stundum að tengjast skynfærum okkar og virkilega skynja umhverfið en það er einmitt lykillinn að því að vera í núinu. Finndu ilminn af kaffinu þínu á morgnana, hvernig fötin snerta húð þína og hlustaðu á fuglasönginn úti. Þannig gefur þú einföldu hlutunum í lífinu gildi og það gefur þér gleði og innri frið.

Bíða

Þegar þú ert úti að ganga reyndu að finna hvernig fætur þínir koma við jörðina og hvernig þú notar vöðvana í líkamanum.

Gefðu þér það svigrúm að bíða aðeins áður en þú hrekkur í framkvæmd. Hugsaðu um hverja pásu sem bókastoð sitthvorum megin við gjörðina og þannig kemur þú fersk inn í þá næstu.

Til dæmis: sittu kyrr og finndu þungann í sætinu þínu í nokkrar mínútur áður en þú leggur af stað heim eftir langan vinnudag.

Hinkraðu svo við með höndina á hurðarhúninum og leyfðu þér að hlakka til að fara inn heima hjá þér.

Hlusta

Við hlustum oft ekki nægilega vel á fólkið í kringum okkur því við erum svo upptekin af því að hugsa um hvað við ætlum að segja næst eða um eitthvað allt annað og ótengt. Þegar þú ert í samræðum gerðu það að markmiði þínu að hlusta vandlega á það sem hin manneskjan er að segja við þig og treystu því að þú munir vita hvað þú ætlir að segja næst án þess að þurfa að leiða hugann sérstaklega að því.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -