Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Partí ársins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú eru áramótin á næsta leiti og þá fara flestir í einhvers konar veislu eða partí.

Það er því við hæfi að skoða nokkrar bestu og frægustu partímyndir allra tíma.

Í kvikmyndinni Animal House fer allt úr böndunum.

Á æskuslóðum
Eins og nafnið gefur til kynna fjallar kvikmyndin Sisters um systurnar Kate og Mauru Ellis (mynd hér að ofan). Þegar þær komast á snoðir um áform foreldra sinna um að selja æskuheimili þeirra ákveða þær að halda kveðjuhóf á meðan foreldrarnir bregða sér frá. Þetta partí skal toppa öll partí sem áður hafa verið haldin í þessu húsi. Félögum þeirra úr gagnfræðiskóla er öllum boðið. Þrátt fyrir að meirihluti þeirra sé nú orðinn ráðsettur og með börn kunna þeir enn að djamma. Tina Fey og Amy Poehler, sem leika systurnar, eru kómískir snillingar. Í myndinni fylgjumst við með kostulegum undirbúningi og auðvitað veislunni sjálfri sem eins og flestir ættu að geta giskað á fer heldur betur úrskeiðis með verulega skondnum afleiðingum.

Tryllt tógapartí
Animal House (hér til hliðar) gerist árið 1962 í Faber-framhaldsskólanum. Delta Tau Chi-bræðralagið er illa þokkað og hver sem er getur fengið inngöngu á meðan Omega Theta Pi-bræðralagið er ekki opið hverjum sem er og í raun stútfullt af ríkum, hvítum strákum sem enginn þolir nema skólastjórinn. Skólastjórinn leitar til þeirra til að hrekja fyrrnefnda bræðralagið úr skólanum. Alls kyns bellibrögðum er beitt og skólastjórinn nær vilja sínum næstum fram. Delturnar halda risastórt tóga-partí með hljómsveit og öllu klabbinu. Ýmistlegt skrautlegt gerist í partíinu, meðal annars sefur einn bræðranna hjá eiginkonu skólastjórans.

________________________________________________________________

Thomas lætur orðið ganga að öllum sé boðið heim til hans í partí ársins – og enginn lætur segja sér það tvisvar.

Sögulegt partí
Í Project X á Thomas afmæli og eins og alla unga menn dreymir hann um að halda besta og flottasta afmælispartí sem haldið hefur verið. Til allrar lukku verða foreldrar hans ekki heima svo Thomas lætur slag standa og fær félaga sína, J.B. og Costa, í lið með sér. Hann lætur orðið ganga að öllum sé boðið heim til hans í partí ársins – og enginn lætur segja sér það tvisvar. Allir mæta og upphefst einhver svakalegasta veisla sem sögur fara af. Það skemmir auðvitað ekki fyrir að Thomas á ríka foreldra sem búa í stóru húsi með sundlaug og alls konar fíneríi. Auðvitað reynast nágrannarnir ekki alveg sáttir við lætin en það bíttar engu.

________________________________________________________________

- Auglýsing -
Lúðarnir í Superbad eyða heilum degi í að komast yfir nægt áfengi fyrir partý.

Þrautaganga
Lúðarnir og bestu vinirnir Evan og Seth í myndinni Superbad gera hér um bil hvað sem er til að vinna sér hylli kvenpeningsins. Þegar þeir komast óvænt yfir heimboð í partí eyða þeir heilum degi, ásamt vini sínum Fogell, í að komast yfir nægt áfengi fyrir partíið. Þeir ætla að deila áfenginu með tveimur stelpum, Jules og Beccu, í þeirri von að þeir missi loksins sveindóminn og geti farið í framhaldsskóla eftir viðburðaríkt sumar. Áætlun þeirra flækist þegar Fogell lendir upp á kant við tvær klaufskar löggur sem hægja á þeim en jafnframt aðstoða þá um leið. Komast þeir einhvern tímann í partíið og með nægilegt áfengi?

________________________________________________________________

Can‘t Hardly Wait gerist nær eingöngu í einu partíi.

Óþreyjufull ungmenni
Can‘t Hardly Wait er klassísk partímynd í þeim skilningi að hún gerist nær eingöngu í einu partíi. Eftir brautskráningu nemenda í Huntington Hill-skólanum er komið að lokapartíinu. Þar er samankomin hin skrautlega nemendaflóra sem þrifist hefur í skólanum undanfarin fjögur ár – nördar, íþróttagarpar, fegurðardísir og hornrekur. Öll eru þau staðráðin í að sleppa fram af sér beislinu og gera upp þær tilfinningar sem legið hafa bældar alla skólagönguna, enda ekki seinna vænna áður en þau halda sína leið.

- Auglýsing -

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -