Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rýnt í rúnir um áramót

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar áramótin nálgast er alltaf gaman að leika sér að því að spá fyrir um hvað komandi ár ber í skauti sér. Norræna rúnastafrófið, fúþark, inniheldur tuttugu og fjórar rúnir en hér koma nokkrar þær algengustu og ef lesendur loka augunum og velja sér eina þeirra blindandi ætti hún að gefa vísbendingu um hverst er að vænta á nýju ári.

 

Inguz.

Inguz, rún frjósemi     

Sýndu þolinmæði, þú nærð markmiðum þínum með vinnu og blómstrar í kjölfarið. Inguz er frábært tákn fyrir ástina. Ef þú ert einhleyp/ur, táknar það að ljúf manneskja, náttúruunnandi, kemur inn í líf þitt.

Þeir sem þegar hafa fundið ástina uppgötva að útivist eflir ástríðurnar innra með þeim. Í fjármálum gætu óskir ræst. Vertu jákvæð/ur og þakklát/ur fyrir það sem þú hefur og sjáðu fyrir þér það sem þú þráir. Heppni verður á vegi þínum í þeim málum.

Dagaz.

Dagaz, rún óvæntra breytinga 

Þetta verður árið þitt. Þú áttar þig kannski ekki á því alveg strax en framtíðin lofar mjög góðu. Hafðu augun opin fyrir nýjum tækifærum því allar dyr eiga eftir að standa þér opnar. Þegar það gerist verða miklar og góðar breytingar hjá þér.

- Auglýsing -

Þú og betri helmingurinn dettið í lukkupottinn, annað ykkar eða bæði gætuð fengið óvænta peninga, launa- eða stöðuhækkun. Þeir einhleypu ættu ekki að missa af tækifæri til að að hitta einhvern – það verður rómantík og viðkomandi hefur afar góð áhrif á þig og mun efla skilning þinn á svo mörgu.

Raido.

Raido, rún ævintýra 

Raido táknar ferðalög og hreyfingu og að senn komir þú að krossgötum í lífinu. Tveir möguleikar eru í stöðunni og ekki vinna gegn breytingum. Taktu áhættu, það er þess virði.
Raido-rúnin segir þetta verða mjög rómantískt ár hjá þér og að þú finnir ástina á þessu ári.

- Auglýsing -

Einhleypir munu hitta manneskju sem tengist útlöndum. Ef ástin er þegar til staðar, sýndu frumlegheit, komdu ástinni þinni á óvart og hún mun gera slíkt hið sama.

Farðu gætilega í fjármálum. Stattu við skuldbindingar þínar því Raido-rúnin hvetur til þess að fólk borgi skuldir sínar frekar en að eyða í óþarfa. Safnaðu frekar fyrir draumafríinu eða -bílnum.

Wunjo.

 

Wunjo, rún gleði 

Ekki búast við miklum breytingum. Wunjo hvetur til að njóta þess sem maður hefur og þess sem lífið býður upp á. Haltu ró þinni og einbeitingu hvað sem lífið færir þér og leggðu grunn að framtíðinni.

Wunjo táknar sameiningu. Einhleypir hitta spennandi, dularfullan hugsuð í margmenni. Pör munu styrkja sambönd sín með því að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Fjármálin taka kipp og er samvinna lykilorðið. Gríptu tækifærin þegar þau koma til þín.

Gebo.

 

Gebo, rún gjafa 
Gebo-rúnin spáir bjartri framtíð. Gjöful tækifæri standa þér til boða. Þú sérð loksins leið til að öðlast það sem þú hefur alltaf þráð. Ekki hræðast tækifærið þegar það loksins býðst, þú átt það skilið.

Gebo er eins og koss og þú átt von á mörgum kossum. Hún er tákn hamingju tveggja aðila sem sætta sig við hver annars galla og verða óaðskiljanlegir. Þeir einhleypu hitta manneskju sem er óheyrilega rómantísk.

Deildu hæfileikum þínum. Að deila með öðrum gerir mikið fyrir þig, bæði andlega og fjárhagslega.

Ehwaz.

Ehwaz, rún félagsskapar

Þessi rún hvetur þig til aukins félagslyndis. Hver sá sem þú hittir getur orðið hluti af velgengni þinni í framtíðinni. Reyndu að kynnast samstarfsfólki þínu betur og leggðu þig fram við að kynnast nýju fólki.

Ekki hika við að biðja um aðstoð við að komast á þann stað sem þú vilt vera.

Málamiðlun er aðalatriðið og þessi rún minnir pör á að halda góðu og nánu sambandi. Þeir einhleypu gætu hitt manneskju sem þeir gætu hugsað sér að bindast. Blíða og góðmennska er uppskriftin að rómantískri velgengni.

Perthro.

 

Perthro, rún örlaga 

Í fornum menningarheimum var því trúað að andlegir kraftar spiluðu stóra rullu í lífi okkar. Perthro-rúnin er tákn þess og ef þú dregst að henni táknar það að sjötta skilningarvitið leiðir þig að nýjum tækifærum.
Ef þú ert einhleyp/ur muntu hitta hinn eina rétta/hina einu réttu. Viðkomandi er hugulsöm manneskja og hlý tilfinning fer um þig í hvert skipti sem þið hittist. Pör munu uppgötva að þau deila leyndum þrám. Pethro getur líka þýtt sköpun, fæðingu.
Áður en þú ferð að sofa, sjáðu fyrir þér Perthro-rúnina. Þegar þú vaknar skrifaðu niður drauma þína og þeir gefa þér vísbendingar um hvernig bæta má fjármálin.

Jera.

Jera, rún karma 

Allar hugsanir, orð og gjörðir senda gárur út í alheiminn. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig er ein táknmynd Jeru og jákvæðni leiðir af sér jákvæða hluti.

Jera stendur fyrir endi og nýtt upphaf. Mælt er með því að pör horfi til framtíðar og erfi ekki það gamla úr fortíðinni en það kemur nýrri orku í ástalífið. Einhleypir hitta manneskju sem þeim líður með eins og þeir hafi þekkt hana alla ævi … eða lengur.

Fjárhagurinn er á uppleið. Finndu út hvaða mistök þú hefur gert í fjármálum og lærðu af þeim. Þú færð gamla skuld greidda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -