2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þetta er minn eigin fjársjóður

  Benedikt Máni Möller hefur náð ótrúlegum árangri í tréúrskurði sem hann segir það skemmtilegasta sem hann geri. Benedikt er einhverfur en verkin hans voru sýnd í fimm vikur á bókasafni Reykjanesbæjar nú fyrr á árinu.

  Benedikt segist skera helst út menn með skegg, húfur og víkingahjálma en hann geri einnig hnífa, fugla og hunda. „Svo er ég nýbyrjaður að skera út skartgripi,” bætir hann við og heldur áfram. „Það er mjög misjafnt hvað hlutirnir mínir taka langan tíma í vinnslu en ég má varla vera í neinu öðru því ég fer beint á smíðastofuna mína þegar ég kem heim úr skólanum.”

  „Ég hlakka alltaf mikið til að komast heim og byrja að tálga og fá um leið fleiri hugmyndir. Stundum fæ hugmyndir þegar ég sé ókunnugt fólk og velti fyrir mér útliti þess. Um þessar mundir er ég til að mynda mikið að spá í nefinu á fólki.”

  Óhætt er að segja að verk Benedikts hafi notið umtalsverðrar athygli en fyrr á þessu ári var haldin fimm vikna sýning á bókasafni Reykjanesbæjar þar sem tréútskurður hans fékk sérstakt pláss. Hann segist einnig hafa haldið sýningu fyrir bekkinn sinn í skólanum sem og kennarana. „Ég sé ekki fyrir mér neitt annað en að halda að sjálfsögðu áfram á þessari braut og þegar ég útskrifast úr skólanum langar mig að læra húsamiði og geta jafnvel byggt mitt eigið timburhús. Eftir það væri gaman að læra málmsmíði svo ég gæti smíðað málmhnífa. Í það minnsta vona ég að ég muni aldrei hætta að tálga.”

  Viðtalið má lesa í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is