Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vandaðri föt endast lengur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðný Ásberg hefur mikinn áhuga á öllu tengdu tísku og förðun en innblástur sækir hún bæði frá Instagram og Pinterest. Guðný segist sjaldan standast fallega skó en leiðinlegast sé að máta samfestinga og buxur sem þó séu skyldueign í alla fataskápa.

„Ég elska að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum en ég hef einnig mjög gaman af tísku og förðun. Sjálf lærði ég förðun í Reykjavík makeup school og útskrifaðist þaðan í apríl 2016.“

Aðspurð hvernig hún lýsir sínum persónulega stíl segir Guðný hann fyrst og fremst stílhreinan.

Dökkblár er fallegasti fataliturinn að mati Guðnýjar.

„Ég heillast mjög af tímalausum flíkum og vel oftast gæði umfram magn þar sem vandaðri föt endast lengur. Stíllinn minn er oftast mjög stílhreinn en ég versla mikið erlendis. Ég elska að kíkja í second hand shops en ein af mínum eftirlætisbúðum er Wasteland í Los Angeles. Ég sæki sömuleiðis innblástur mikið í götutískuna ásamt því að kíkja reglulega á Instagram og Pinterest.“

„…ein af mínum eftirlætisbúðum er Wasteland í Los Angeles.“

Þegar talið berst að furðulegustu kaupunum nefnir Guðný stuttbuxur undir áhrifum diskótískunnar en skemmtilegast sé að kaupa fallega skó.

Guðnýju þykir skemmtilegast að versla sér skó.

„Þessa stundina dreymir mig um fallega kápu sem kæmi sér vel yfir kaldasta tímann. Einhverra hluta vegna fell ég alltaf fyrir loðjökkum, ætli einhver slíkur verði ekki fyrir valinu.“

- Auglýsing -

„Uppáhaldsflíkin mín er Allsaint-leðurjakkinn minn en hann fann ég á markaði úti LA. Lítið sem ekkert notaður og í minni stærð. Góður leðurjakki er eitthvað sem maður verður að eiga í fataskápnum, það má segja að ég hafi fundið hinn fullkomna leðurjakka þarna, enda gæti ég ekki verið ánægðari með hann.“

Fullt nafn: Guðný Ásberg
Aldur: 22 ára
Fallegasti fataliturinn? Dökkblár
Besta lykt í heimi? Tom ford – Oud kwood
More is less eða Less is more? Klárlega less is more.
Þægindi eða útlit? Ég verð að segja hvorutveggja.
Áhugamál: Ferðast og njóta lífsins.

„Sú flík sem hefur hvað mesta tilfinningalega gildið er þessi pels sem ég fékk í gjöf frá ömmu minni fyrir nokkrum árum. Hann er úr rauðrefi og var keyptur í Kaupmannahöfn árið 1984 af afa mínum.“
„Gucci-taskan mín er ein af mínum uppahaldstöskum, hún er svo klassísk.“

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -