Fimmtudagur 25. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

„Vikan er heiðarlegasta tímarit landsins”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigga Beinteins hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein af okkar ástsælustu söngkonum en hún er um þessar mundir í óða önn að skipurleggja sína níundu jólatónleika. Sigga hefur margoft verið viðmælandi Vikunnar en blaðinu lýsir hún sem því heiðarlegasta hér á landi.

„Ég hef aldrei neitað Vikunni um viðtal,” segir Sigga þegar blaðakona biður hana að rifja upp kynni sín af blaðinu. „Það er alltaf gaman að vera í viðtali á Vikunni enda tel ég blaðið það heiðarlegasta á íslenskum markaði hvort sem um er að ræða blöð sem koma út viku- eða mánaðarlega. Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að fjölmiðlafólk skrifi eða hafi eftir manni hluti sem ég hefði síður viljað að séu skrifaðir eða birtir en blöðin ekki virt þær óskir að vettvangi. Að mínu mati er Vikan ekki eitt þeirra tímarita enda hefur mín upplifun alltaf verið mjög góð þegar kemur að Vikunni og því fjölmiðlafólki sem þar starfar.”

Það er óhætt að segja nóg sé um að vera hjá Siggu þessa stundina því örfáum dögum fyrir útgáfu afmælisblaðsins stóð hljómsveitin Stjórnin fyrir stórtónleikum sem haldnir voru í Háskólabíói.

„Já það var öllu tjaldað til en tilefni tónleikanna er 30 ára afmæli Stjórnarinnar.“

„Við fengum til liðs við okkur fjölbreyttan hóp af frábæru listafólki en sérstakir gestir voru þau Svala Björgvins, Daði Freyr, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Erna Hrönn. Ásamt þeim fengum við til liðs við okkur brass sveit sem gerðu lögin okkar enn veglegri og ég get sagt þér að það var alveg frábært að heyra lögin lifna við eftir að búið var að útsetja þau fyrir blásara. Í undirbúningsvinnu fyrir tónleikana týndum við jafnframt til gömul plagöt af bandinu í gegnum tíðina ásamt búningum sem við höfðum til sýnis í andyrinu, þetta var algjör veisla.”

Stjórnin var stofnuð árið 1988 af Grétari Örvarssyni en seinna sama ár gekk Sigga til liðs við sveitina. „Ég tók við af þáverandi söngkonu henni Öldu Björk Ólafsdóttur sem að ákvað að hefja sólóferil í Bretlandi. Ég var á þessum tíma að syngja í sýningu á Hótel Íslandi og Stjórnin sá um að spila á böllunum sem haldin voru á eftir þessum sýningunni. Á einhverjum tímapunkti barst til tals að Alda ætli að flytja út og í kjölfarið var mér boðin hennar staða í bandinu. Boðið þáði ég nánast á staðnum og hef verið söngkona bandsins alla tíð síðan.”

Þrátt fyrir að vera hokin af reynslu viðurkennir Sigga að óhjákvæmilega geri alltaf nokkur fiðrildi vart við sig rétt áður en stigið er á svið.

„Ég er alltaf stressuð fyrir tónleika og þá sérstaklega svona stórtónleika eins og við héldum núna síðast, ég held það muni aldrei fara frá mér.“

„Maður vill reyna að gera allt alveg upp á hundrað og rúmlega það. Við bjuggum þó að því að hafa spilað lögin mikið í sumar og höfðum því rifjað lagalistann vel upp áður en til kastanna kom. Það var því ekkert nema ánægjulegt að skapa skemmtilega tónleika fyrir gestina sem mættu.”

- Auglýsing -

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta eintaki Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -