Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Alls konar fæði og mismunandi mataræði 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinsælt er að taka heilsuna í gegn í upphafi árs og fyrirfinnast ógrynnin öll af mismunandi kúrum og alls kyns mataræði. Hér verða teknar saman átta mismunandi leiðir til að taka mataræðið í gegn og jafnvel missa nokkur kíló í leiðinni. Listinn er ekki tæmandi og í samantektinni er stiklað á stóru. Mikilvægt er að ráðfæra sig við lækni áður en gerðar eru róttækar breytingar á mataræði, þá sérstaklega fyrir einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.

Atkins/LKL

Einföld kolvetni, eins og til dæmis hvítur sykur, eru skjótur orkugjafi sem hækka ört insúlíngildi líkamans og valda að sama skapi skjótu blóðsykursfalli. Ef blóðsykurinn hækkar hratt fer líkaminn í að halda í orku fæðunnar í formi fitusöfnunar í stað þess að ganga á fitubirgðir. 

Lágkolvetnamataræði er hentugt fyrir þá sem vilja ná stjórn á blóðsykrinum. Atkin flokkast undir lágkolvetnamataræði. Borða má mikið af próteini og fitu en sneitt er hjá kolvetnum.

Danski kúrinn

Flokkast undir lágkolvetnafæði, þar sem rík áhersla er lögð á að borða fjölbreytta og holla fæðu. Reglulegir fundir og hópstarf veitir aðhald við að ná tökum á vigtinni. Ekki eru settar sérstakar hömlur á hvað er borðað að undanskildum sykri og sætindum sem ekki er neytt á mataræðinu. 

Paleo

Á mataræðinu er borðaður matur sem telja má líklegt að steinaldarmaðurinn hafi neytt. Hugmyndafræðin á bak við Paleo er að erfðaefni mannsins sé ekki nægilega þróað til að melta og vinna úr matvælum nútímans. Helstu fæðutegundir eru ávextir, grænmeti, magurt kjöt, fiskur, egg, hnetur og fræ. 

Þessa grein má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Víns og matar:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -