Þriðjudagur 21. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Fasta, kostir og gallar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það hefur færst í aukana að fólk fasti, flestir til að missa kíló en aðrir telja föstu holla fyrir líkamann og afeitri hann (detox). Og þá ekki síst undanfarna mánuði þegar margir hafa fundið fyrir auknum Covid kílóum.

Fasta meðal fólks jókst einnig verulega í kjölfar bóka sem komu út reglulega á undanförnum árum. Sumir höfundar mæltu með algjörri föstu ákveðna dag/a í vikunni á meðan aðrir mæltu með takmarkaðri föstu, þ.e. mun færri kaloríum ákveðna daga en aðra. Enn aðrir leyfa aðeins vökva eins og vatn, safa og te ákveðna daga vikunnar.

Samkvæmt WeBMD, sem eru afar virt bandarísk samtök sem starfa með ríflega 100 læknum, næringarfræðingum og heilsuráðgjöfum er að mörgu að huga þegar fasta er íhuguð.

Hér má sjá nokkrar staðreyndir um föstur

Ef tilgangurinn er að léttast gæti fasta ekki verið rétta leiðin, jú, þyngdartapið getur komið hratt en í langflestum tilfellum koma kílóin jafnhratt á aftur, og jafnvel fleiri en áður, því líkaminn fer strax í sveltiham og hægir verulega á efnaskiptunum til að spara orku.

Sé tilgangurinn aftur móti afeitrun þá er það læknisfræðileg staðreynd líkaminn afeitrar sjálfan sig á náttúrlegan hátt.

- Auglýsing -

Að hverju skal huga

Fasta í nokkra daga skaðar yfireitt ekki heilbrigt fólk svo lengi sem hugað er að því að neyta vítamína, steinefna og annarra næringarefna til að halda heilbrigði. Mikilvægt er að ofþorna ekki og neyta því nægilegra drykkja. Margir finna til vellíðunartilfinningar eftir nokkra daga en það má alls ekki koma í veg fyrir áframhaldandi notkun heilsbætandi efna.

Margar þær bækur sem út hafa komið um föstu hafa í raun og sann aðstoðað fólk við varanlegt þyngdartap, sé um reynslumikla og menntaða höfunda að ræða.

- Auglýsing -

Vinir, ættingjar og læknar

Góður andlegur undirbúningur er einnig nauðsynlegur því fasta reynir verulega á viljastyrkinn og gott er að hafa í huga að eiga að ættingja og vini sem viðkomandi hefur útskýrt málið fyrir og getur verið til stuðnings, veitt aðstoð oggóð ráð og leitt þann sem er í föstunni inn á réttar brautir finnist þeim sá sem fastar vera að gera eitthvað rangt.

Leitið ávallt til læknis áður en fasta er hafin, ræðið ítarlega við viðkomandi og fylgið þeim fyrirmælum sem læknir gefur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -