Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Dásamlegt bakkelsi á köldum vetrardögum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar kalt er úti er upplagt að finna sér eitthvað til dundurs í eldhúsinu. Einnig er vel hægt að hafa það notalegt í bústaðarferðum vetrarins, kveikja á kertum, setja þægilega tónlist undir og útbúa eitthvað einfalt og gómsætt, sérstaklega þegar veðrið er slæmt.

Það er ákveðin ró í því að vinna með deig. Þessir snúðar eru æðislegir og vanillusósan dásamleg með. Eitthvað sem flestir falla fyrir.

Snúðar eða snúður

Heitið er oftast haft um bakkelsi sem búið er til annað hvort úr gerdeigi eða öðru deigi og er flatt út, smurt með smjöri og t.d. kanilsykri eða sultu, rifnum osti, skinkubitum og kryddjurtum svo eitthvað sé nefnt. Deiginu rúllað upp í lengju með fyllingunni og síðan skorin í sneiðar. Með því að leggja sneiðarnar flatar á plötu og baka, fæst góð lyfting í miðju snúðsins. Hér er aftur á móti búnar til lengjur, þeim dýft í bráðið smjör og sykur, snúið upp á þær og búin til hnútur úr þeim sem myndar snúð.

Kanilsnúðar með vanillusósu (12 snúðar)

Deig

600 g hveiti

1 tsk. malað kardimommuduft

½ tsk. salt

100 g smjör

- Auglýsing -

250 ml mjólk

2 msk. þurrger

2 msk. hunang

- Auglýsing -

1 egg

Blandið saman hveiti, kardimommum og salti. Bræðið smjörið og bætið mjólkinni saman við og hitið að 37°C. Takið af hitanum og bætið gerinu og hunanginu saman við. Látið kólna í 2-3 mín. Bætið eggi út í og blandið síðan saman við hveitiblönduna. Hnoðið saman í deig og skiptið því svo í 12 bita og rúllið út í u.þ.b. 20 cm langar lengjur. Geymið lengjurnar undir viskustykki á meðan þið útbúið kanilsykurinn.

Kanilsykur og smjör

5-6 msk. hrásykur

1 msk. kanill

1 tsk. malað kardimommuduft, má sleppa

50 g bráðið smjör

Hrærið saman sykur, kanil og kardimommur og hafið bráðið smjör í annarri skál. Dýfið lengjunum í smjörið og svo í sykurblönduna og búið til snúða úr lengjunum með því að búa til hnút og skeytið svo endana saman undir hverjum snúð. Raðið á ofnplötu og látið hvíla í 20 mín. undir viskustykki. Bakið 9-12 mín. eða þar til snúðarnir eru orðnir gullinbrúnir. Dreypið vanillusósunni yfir þegar snúðarnir hafa kólnað örlítið og berið afganginn af sósunni fram með snúðunum í skál.

Vanillusósa

150 ml mjólk

1 vanillustöng

3 eggjarauður

60 g sykur

1 ½ dl rjómi, þeyttur

Hitið mjólkina, kljúfið vanillustöngina og skafið fræin úr, setjið þau út í mjólkina ásamt stönginni og látið malla í 5 mín. Hrærið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós. Takið vanillustöngina upp úr mjólkinni. Blandið eggjahrærunni saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Takið af hitanum þegar sósan hefur þykknað töluvert. Látið kólna og blandið þeytta rjómanum saman við.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Ljósmyndari / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -