Mánudagur 20. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Frábær föstudagsmatur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt jafnast á við heimalagaðar kjötbollur og svo virðist sem hver þjóð eigi sína útgáfu af þeim. Heimalagaðar kjötbollur eru spennandi kostur í afslappað matarboð því þó að fyrirhöfnin sé svolítil er hráefnið ekki mjög dýrt.

Indverskar Kashmiri-kjötbollur
fyrir 4

Bollur
700 g lamba- eða nautahakk
1 tsk. kumminduft
1 tsk. kóríanderduft
¼ tsk. kanill
½ tsk. túrmerik
¼ tsk. negull, steyttur
múskat á hnífsoddi
salt og nýmalaður pipar
3 msk. jógúrt eða 1 egg

Blandið öllu sem fer í bollurnar vel saman í skál og vinnið vel saman, mótið litlar bollur.

Sósan
1 msk. olía + 1 msk. smjör eða 2 msk.
ghee ef þið eigið það til
1 stór laukur, saxaður
1 tsk. kumminduft
1 tsk. kóríanderduft
1 tsk. garam masala
¼ – ½ tsk. chili-duft
3 dl vatn
2 msk. hveiti eða kjúklingabaunamjöl
salt og nýmalaður pipar
1 dl jógúrt
1 tsk. hunang eða sykur

Steikið lauk í blöndu af olíu og smjöri (eða ghee) við meðalhita þar til laukurinn fer að verða mjúkur og aðeins brúnaður. Bætið kryddi á pönnuna og steikið aðeins með lauknum. Bætið vatni, hveiti, salti og pipar á pönnuna og sjóðið þetta saman smástund. Raðið bollunum á pönnuna og látið þær sjóða, undir loki, í 20 mín. Snúið þeim þegar suðutíminn er hálfnaður. Bætið jógúrt út í og látið sjóða smástund eða þar til sósan fer að þykkna. Bragðbætið eftir smekk með hunangi eða örlitlum sykri Minnum á Indíasól á Suðurlandsbraut sem er með gott úrval af indverskum matvörum, eins og ghee.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Kristinn Magnússon

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -