Miðvikudagur 11. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Geggjuð með kaffinu um helgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúllutertur eru klassískar, einfaldar og fallegar og passa við margskonar tilefni. Í þessari er marensbotn sem parast vel með berjum og súkkulaði. Best er að nota rúllutertuform en ef það er ekki við höndina er hægt að teikna uppgefið mál á smjörpappír og smyrja marensdeiginu á það því marensinn er stífur og rennur ekki til. Hægt er að útbúa þessa tertu með 1-2 daga fyrirvara og einnig er í lagi að frysta hana.

 

Marensrúlluterta með hindberjum

4 eggjahvítur
225 g sykur
2 tsk. edik
50 g möndluflögur
Fylling:
225 dökkt súkkulaði
2 stór egg, aðskilin
200 g grísk jógúrt
200 g hindber

Hitið ofninn í 170°C. Þeytið eggjahvítur og bætið sykri saman við í skömmtum ásamt ediki. Klæðið 30×20 cm rúllutertuform með smjörpappír. Smyrjið marensinum jafnt yfir formið og dreifið möndlunum yfir. Bakið í 30 mín. Takið kökuna út og hvolfið henni á nýja smjörpappírsörk. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið af hitanum. Þeytið eggjahvíturnar og blandið þeim svo saman við súkkulaðið ásamt eggjarauðum og jógúrti. Smyrjið blöndunni yfir marensbotninn. Dreifið hindberjunum yfir en skiljið nokkur ber eftir til að skreyta með. Rúllið tertunni upp og látið samskeytin snúa niður.

Umsjón og stílisti/Bergþóra Jónsdóttir Myndir/Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -