Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Holl og einföld hrákaka með hindberjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hindber er ávallt freistandi og falleg en þau eru full af andoxunarefnum og vítamínum sem gera okkur gott. Í þessari köku fá þau að njóta sín en útlitið, áferðin og bragðið minnir á ostaköku með hvítu súkkulaði þó enginn sé osturinn. Gott er að mala chia-fræ og nota sem bindiefni í uppskriftinni en til þess má til dæmis nota kaffikvörn.

 

Hrákaka með hindberjum

Fyrir 8-10

Botn
1 dl möndlur, malaðar
1 dl döðlur
1 dl kókosmjöl
2 msk. kókospálmasykur

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið við ½ -1 msk. af vatni ef döðlurnar eru þurrar. Klæðið kökuform (16-18 cm) með bökunarpappír eða plastfilmu og þjappið deiginu í botninn. Kælið meðan fyllingin eru búin til.

Fylling
5 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 8-12 tíma
½ dl vatn
½ dl sítrónusafi
½ dl agave-síróp
1 dl kókosolía, bráðin
½ dl kakósmjör, bráðið
1 tsk. vanilluduft
½ tsk. salt

Setjið kasjúhnetur og vatn í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið sítrónusafa, agave-sírópi, kókosolíu, kakósmjöri, vanilludufti og salti út í og blandið vel saman. Hellið fyllingunni yfir botninn og kælið eða frystið.

- Auglýsing -

Krem
3 dl hindber, fersk eða frosin
3 msk. agave-síróp
2 tsk. chia-fræ, möluð
fersk hindber til að skreyta kökuna með

Þíðið frosin hindber og sjóðið í 1 mínútu og maukið saman með agave-sírópi og möluðum chiafræjum. Gott að nota matvinnsluvél eða töfrasprota. Hellið kreminu yfir fyllinguna og kælið. Skreytið kökuna með ferskum hindberjum.

Umsjón / Jóhanna Viggósdóttir
Myndir / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -