Föstudagur 8. nóvember, 2024
8.8 C
Reykjavik

Skonsur sem gleðja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breskar skonsur (scones) er fljótlegt að útbúa og gaman að baka. Það er eitthvað svo notalegt við nýbakaðar skonsur og tekur innan við 20 mínútur að skella í einföldustu gerð. Hægt er að leika sér endalaust með uppskriftirnar og bæta við því sem hugurinn girnist, t.d. súkkulaði, ávöxtum og hnetum.

 

Til þess að skonsurnar verði léttar í sér er mikilvægt að hræra og hnoða deigið eins lítið og kostur er. Gott viðmið er að hræra þurrefnin og vökvann létt saman með skeið eða sleif 5-10 sinnum og hnoða síðan 5-10 sinnum á hveitustráðu borði. „Less is more“ eins og maðurinn sagði.

HESLIHNETUSKONSUR MEÐ FÍKJUM OG DÖÐLUM
12 stk.

2 ½ dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
1 tsk. kardimommuduft
½ tsk. kanill
60 g kalt smjör, skorið í litla bita
u.þ.b. 100 g þurrkaðar döðlur og fíkjur, skornar í litla bita
30 g heslihnetur, gróft skornar
börkur af ½ appelsínu
2 msk. hunang eða agave-síróp
1 dl mjólk
1 tsk. eplaedik

Hitið ofn í 180°C. Sigtið þurrefnin saman í skál og bætið smjörbitum út í og myljið saman við með fingrunum þar til blandan líkist grófri brauðmylsnu. Eins er hægt að nota matvinnsluvél eða hrærivél. Bætið döðlum, fíkjum og hnetum saman við ásamt appelsínuberki.

- Auglýsing -

Blandið saman hunangi/agave-sírópi, mjólk og eplaediki í lítilli skál og bætið út í þurrefnablönduna. Hrærið létt saman eða þar til deigið fer að hanga saman. Fletjið út u.þ.b. 3 cm þykkt og skerið í hæfilega bita.

Penslið með eggi og bakið í u.þ.b. 20 mín. eða þar til skonsurnar hafa tekið fallegan lit.

Penslið skonsurnar með eggi til þess að fá fallega gylltan lit á þær við bakstur.

- Auglýsing -

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -