Mánudagur 17. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Trufluð túnfiskbrauðterta með nýju tvisti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Túnfiskur er frábær tilbreyting frá rækjum og skinkum á brauðtertuna enda bæði bragðgóður og hollur.

 

Í þessu brauðtertu-vídeói sem er það síðasta í brauðtertuseríunni hjá okkur í bili erum við með skemmtilegt tvist og maukum ferskar kryddjurtir með töfrasprota og setjum út í salatið.

Skemmst er frá því að segja að brauðtertan bragðast einstaklega vel, svo vel að hún klárast yfirleitt á mjög skömmum tíma. Sérlega gaman er að bjóða upp á bubblur með brauðtertum enda er þessi allt of fínleg til að sporðrenna með kaffi eða gosi og því pörum við hana hér með ekta kampavíni, Nicolas Feuillatte brut sem kemur einstaklega vel út.

Brauðterta með túnfisksalati, ferskum kryddjurtum og sítrónu

Túnfisksalat

30 g basilíka
30 g steinselja, stilkar fjarlægðir að mestu
300 g Gunnars majónes
100 g grísk jógúrt frá Örnu
2 msk. fínt rifin sítrónubörkur
4 msk. sítrónusafi
4 msk. ólífuolía
600 g túnfiskur í vatni
4 harðsoðin egg, skorin smátt
2 stönglar sellerí, fínt saxað
3 skalotlaukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksgeirar, saxaðir fínt
1-1 ½ tsk. sjávarsalt
½-1 tsk. nýmalaður svartur pipar

- Auglýsing -

Setjið basil, steinselju, majónes, sýrðan rjóma, sítrónubörk, sítrónusafa og ólífuolíu í matvinnsluvél og maukið þar til allt hefur samlagast vel. Setjið sósuna í skál og blandið túnfiski saman við með gaffli og brjótið hann niður. Blandið eggjum, sellerí, skalotlauk, hvítlauk saman við og bragðbætið með sjávarsalti og svörtum pipar eftir smekk.

Brauðterta

1 brauðtertubrauð
túnfisksalat, uppskrift hér að ofan
½ dl grísk jógúrt frá Örnu
1 ½ dl Gunnars majónes
1 tsk. sítrónusafi

- Auglýsing -

Skerið endana af brauðinu og leggið einn brauðbotn á fat eða bretti. Smyrjið brauðbotninn með túnfisksalatinu og leggið annan botn ofan á. Endurtakið ferlið þar til botnarnir eru búnir. Ekki setja túnfisksalat ofan á seinasta brauðið. Blandið saman í skál sýrðum rjóma, majónesi og sítrónusafa. Smyrjið brauðtertuna á öllum hliðum með blöndunni.

Skraut

gúrka, skorin í sneiðar og langsum
radísur, sneiddar
vínber, skorin í tvennt
blæjuber, skorin í tvennt
rauð paprika, mjög smátt söxuð
sítróna, skorin smátt
steinselja
spírur
svartur pipar

Skreytið eins og í myndbandi eða gefið hugmyndafluginu lausan tauminn og berið fram með góðu kampavíni.

Matreiðsla / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisering og ritstjórn / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndataka og klippin / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -