Föstudagur 6. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ljúffeng og saðsöm graskerssúpa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á köldum vetrardögum er fátt jafnviðeigandi eins og að seðja hungrið með saðsamri súpu. Hér er uppskrift af góðri og meinhollri graskerssúpu.

Hráefni:
2 msk. ólífuolía
2 laukar, smátt saxaðir
1 kg niðurskorið grasker eða butternut squash
700 ml grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur
150 ml rjómi

Aðferð:
Hitið 2 msk. ólífuolíu í stórum potti, eldið síðan 2 fínsaxaða lauka á vægum hita í 5 mínútur þar til þeir eru mjúkir.

Bætið 1 kg af niðurskornu graskeri, á pönnuna, og eldið í 8-10 mínútur, hrærið af og til þar til það byrjar að mýkjast og verða gullið.

Hellið 700 ml grænmetis- eða kjúklingakrafti á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Látið suðuna koma upp og malla í 10 mínútur þar til graskerið/squashið er orðið mjúkt í gegn.

Hellið 150 ml rjóma á pönnuna, látið suðuna koma upp aftur. Maukið með handþeytara. Fyrir extra flauelsmjúka áferð er hægt að hella súpunni í gegnum fínt sigti. Nú má frysta súpuna í allt að tvo mánuði.

- Auglýsing -

Gott er að skreyta með graskersfræjum.

Bætið handfylli af graskersfræjum á heita pönnuna og eldið í nokkrar mínútur eða þar til þau eru ristuð.

Uppskriftin birtist í nýju tölublaði Víns og matar, sem lesa má í heild sinni hér:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -