Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Ævintýri og mikill lærdómur að ganga í gegnum þetta“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

Tónlistarkonan Linda Hartmanns var að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu, Blacklight. Linda segist hafa ákveðið að fara í gegnum þetta ferli algjörlega á eigin vegum eftir að hafa fengi margar synjanir og sáralitlar undirtektir frá aðilum í tónlistarbransanum. Það að gefa út plötuna sjálf hafi vægast sagt verið lærdómsrík reynsla.

 

„Þetta hefur svo sannarlega verið ævintýri og mikill lærdómur að ganga í gegnum þetta ferli,“ segir hún. „Á þessu litla landi okkar er tónlistarbransinn erfiður þegar kemur að því að ætla að komast að með sína eigin tónlist. Til að koma sér á framfæri þarf maður helst að nýta sér klíkuskap til fulls, þó að það séu auðvitað dæmi um listamenn sem komast að án þess. Ísland státar af óvenju mörgum góðum listamönnum, ekki síst með tilliti til höfðatölu, en engu að síður þykir mér of margar dyr lokaðar fyrir nýjum tónlistarstefnum og nýju tónlistarfólki,“ útskýrir hún.

Spurð hvernig henni líði með að hafa gert allt á eigin vegum, svarar hún að sér finnist svolítið eins og hún hafi verið að útskrifast úr löngu námi. „Í mínum augum er þetta mikið afrek. Ég áttaði mig svo sannarlega ekki á því hvað það er gríðarlega mikil vinna á bakvið heila plötu,“ segir hún og bætir við að ekki hafi hjálpað að vera í upptökum og útgáfuferli samhliða fullri vinnu með fjögur börn á stóru heimili. Eins og gefi að skilja hafi reynt mikið á skipulagshæfileikana.

„Ég hef þurft að staldra við og spyrja sjalfa mig: Fyrir hvern er ég að semja þessa tónlist? Fyrir hvern er ég gefa hana út? Til hvers er ég að gefa hana út? Hvað vil ég fá út úr þessu ferli?“

Hún segir að öll vinnan sem fylgdi plötunni hafi breytt viðhorfi sínu. „Ég hef alltaf verið með ákveðnar hugmyndir um „velgengni“ sem tónlistarkona. Í mínum huga snérist hún um vinsældir, frægð og útlit. Án gríns. En nú er ég hætt að hugsa um „velgengni“ í tónlistinni yfirhöfuð. Mér finnst mestu máli skipta að semja bara mína tónlist, setja hana á tónlistarveitur ef mér hugnast og búa til „beat“ í tónlistarforritinu mínu. Ég reyni að spila og syngja við þau tækifæri sem gefast þar sem þetta er jú mín ástríða í lífinu. Ef eitthvað meira og stærra kemur út úr því er það bara plús.“

Linda segir að markmið sé alls ekki að komast að í útvarpinu, ná einhverjum tilteknum fjölda aðdáenda eða fá alla til að finnast tónlistin hennar vera góð. „Ég hef þurft að staldra við og spyrja sjalfa mig: Fyrir hvern er ég að semja þessa tónlist? Fyrir hvern er ég gefa hana út? Til hvers er ég að gefa hana út? Hvað vil ég fá út úr þessu ferli? Og ég hef komist að nokkru sem margt tónlistarfólk er meðvitað um frá upphafi: Að sumir komast að seinna á tónlistarferlinum og aðrir komast jafnvel aldrei að. Þess vegna sem ég tónlist fyrir sjálfa mig. Engan annan.“

- Auglýsing -

Linda vill miðla reynslu sinni til þeirra sem eru að íhuga að gefa út plötu en á Albumm.is hægt er að lesa um allt ferlið hjá henni, alveg frá því að Linda samdi lögin þar til hún hélt útgáfufupartí.

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Anna Kristín

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -