2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Endar alltaf í sorglegum ástarlögum

Daníela Ehmann var að senda frá sér lagið Trustful Liar. Lagið fjallar um manneskju sem er nýkomin úr toxicsambandi og er að brjóta sig í burtu frá hinum aðilanum að sögn Daníelu.

Texti lagsins hefur sterkan boðskap, þann boðskap má heyra best í viðlaginu, „I am something better than a puppet of yours. Lagið var upprunalega samið fyrir lokaverkefni í 10. bekk en höfundurinn, Daníela Ehmann, er núna nemandi í FG á leiklistarbraut.

Daníela er umhverfissinni og hefur reynt að semja lög sem gagnrýna samfélagið, en hefur alltaf endað í svona sorglegum ástarlögum eða „break-up“ lögum.

Daníela hefur sungið allt sitt líf og byrjaði í 9. bekk að spila á gítar. Bróðir hennar, Árni Ehmann sem er líka tónlistarmaður kenndi henni fyrstu gripin sín.

AUGLÝSING


Árni tók upp sönginn og lét svo restina í hendurnar á Arnari Guðjónssyni sem sá að mestu um hljóðfæraleik, mixaði og útsetti lagið. Addi 800 sá um masteringu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni