Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Fátt leiðinlegra en þegar allir eru eins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fatahönnuðurinn og Austfirðingurinn Stefán Svan Aðalheiðarson er mikill fagurkeri og svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku.

Stefán Svan er annar eigandi Stefánsbúðar/p3 sem hefur verið starfandi síðan 2017 og er staðsett í Ingólfsstræti 2b.

„Við bjóðum upp á vöru sem okkur finnst einfaldlega frábær og það sem ekki fæst annars staðar. Seljum vörur frá danska hönnuðinum Henrik Vibskov og frá Katharine Hamnett sem er bresk. Erum svo með vel valda vintage-merkjavöru á efri hæðinni og blöndu af nýjum og skemmtilegum aukahlutum, sokkum, sólgleraugum og skarti,“ lýsir hann.

Eitt af því sem fylgir því að reka tískuvöruverslun er að fara reglulega á sýningar erlendis. Stefán segir að það skemmtilegasta og mest gefandi við þessar ferðir séu löngu dagarnir sem fari í innkaup.

„Í þessum ferðum hittir maður skemmtilegt fólk sem maður hefur myndað tengsl við í gegnum innkaup og maður fær alltaf innblástur og nýjar hugmyndir. En þessar ferðir eru þó ekki eins „glamorous“ og sumir ímynda sér. Þetta snýst ekki bara um glæsilegar tískusýningar, kampavín og kavíar, heldur er maður á hlaupum á milli funda og sýninga. Þetta er heljarinnar vinna.“

„Margt ungt fólk í dag er alveg frábært og hugsar mikið um hvaðan hlutirnir koma og hvað verður um það sem við látum frá okkur.“

Hann segir að fatabransinn á Íslandi sé sömuleiðis erfiður og að mikil vinna fari í að halda úti fatamerki. „Það hafa nú oft áður verið fleiri íslenskir hönnuðir starfandi en akkúrat núna,“ segir hann. „Margt ungt fólk í dag er alveg frábært og hugsar mikið um hvaðan hlutirnir koma og hvað verður um það sem við látum frá okkur. Ég kann líka vel við að það sé verið að blanda saman stílum alveg óhikað og að fólk prófi sig áfram, enda fátt leiðinlegra en þegar allir eru eins.“

Alltaf haft áhuga á tísku

- Auglýsing -

Hefurðu alltaf verið áhugasamur um tísku?

„Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að spá í hverju aðrir voru. Skóna og kjólana sem mamma átti en hún saumaði mikið á okkur krakkana. Mamma hefur næmt auga fyrir öllu fallegu og hún kenndi mér allt sem ég kann. Ég prófaði ýmislegt þar til ég dreif mig í fatahönnunarnám og þá var ekki aftur snúið,“ svarar hann og bætir við að það sem heilli hann einna helst við tísku sé hvernig hún geti látið fólki líða.

„Mér finnst líka tískan hverju sinni heillandi. Áhugavert hvernig hönnuðir í dag túlka strauma og stefnur og gaman að fylgjast með hvernig fortíðin hefur áhrif á tískuna núna án þess að hún verði endilega „copy/paste“.“

- Auglýsing -

Spurður hvað hann telji að verði heitt í sumar og hvað honum finnist vera út úr kú í tískubransanum segist Stefán vera lítið gefinn fyrir „trend“. „Trendmiðuð fyrirtæki eru að verða alveg „off“ í bransanum og eins að huga ekki að manngæsku og sjálfbærni. En það verður klárlega heitt í sumar,“ segir hann og hlær.

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Brynjar Snær

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -