Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kláraði 9. og 10. bekk á sama tíma til að komast til Ítalíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 15 ára gamla BIRNA, lagasmiður og söngkona frá Hveragerði, var að gefa út sitt fyrsta lag en hún samdi bæði lag og texta sjálf. Lagið heitir Cantiamo sem er ítalska og þýðir dönsum en BIRNA er á förum til Ítalíu sem skiptinemi og mun dvelja næstu tíu mánuði á Sikiley þar sem hún ætlar að syngja „cantiamo – balliamo“ fyrir Ítali.

Lagið byggist á gítarstefi sem BIRNA samdi á síðasta ári þegar hún fór í nokkra einkatíma til tónlistarkonunnar LayLow til að læra lagasmíðar og upptökustjórn. LayLow hjálpaði BIRNU að semja stefið og benti henni á að taka það upp. Í kjölfarið gerði hún lagið og að lokum textann. „Það tók miklu lengri tíma að semja textann heldur en lagið,“ segir hún en bætir við að í framtíðinni ætli hún að semja texta á íslensku en af því hún sé að fara út til Ítalíu til nokkuð langrar dvalar þá hafi hún í þessu tilfelli haft textann á ensku og ítölsku. „Textinn er mjög persónulegur, en hann er í aðra röndina kveðja til tilverunnar á Íslandi og útskýring á því af hverju ég vil prófa nýtt umhverfi til að þroskast sem manneskja.“

Hugmyndin að Ítalíuförinni kom upp fyrir rúmu ári og hún spurði þá foreldra sína hvort þetta væri möguleiki. Hún var þá í 9. bekk og foreldrar hennar sögðu að hún mætti fara ef hún myndi þá klára 10. bekk með 9. bekknum – héldu þá að þeir væru búnir að afgreiða málið þar sem hún var þá þegar hálfnuð með 9. bekk. En BIRNA kláraði þetta allt, útskrifaðist úr grunnskóla í vor og er á leiðinni í ítalskan framhaldsskóla. „Ég verð að vera snögg að læra ítölskuna því allt námsefni og öll kennsla er á ítölsku og ekkert hægt að redda sér á ensku.“

Lagið heitir Cantiamo, er komið á Spotify og auðvitað inn á albumm.is.

Texti / Steinar Fjeldsted

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -