Mánudagur 15. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Leikur sér með „autotune“ á sérstakan hátt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Sigfríð Rut Gyrðisdóttir eða Frid var að gefa frá sér nýtt lag en það ber heitið I Won’t. Það er fyrsta lagið sem hún gefur út af breiðskífu sem hún vinnur nú að.

 

Á þessu lagi leikur hún sér með „autotune“ en hún beitir því á afar sérstakan hátt. Hljóðhemur Frid er einstaklega þéttur og skemmtilegur og er það greinilegt að hún er búin að nostra við hvert smáatriði.

Frid byrjaði að gefa út tónlist undir lok síðasta árs en þá gaf hún út smáskífuna If you listen sem inniheldur sex lög.

Tónlistarstíl hennar má lýsa sem draumkenndri raftónlist með R&B-ívafi en hún dregur innblástur sinn frá listamönnum á borð við FKA Twigs, Banks og Bon Iver svo eitthvað sé nefnt.

Frid kemur fram á Iceland Airwaves í ár.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -