2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

OMAM fór á kostum hjá IheartRadio í gærkvöldi

Í gærkvöldi kom hljómsveitin Of Monsters and Men fram á tónleikum á vegum útvarpsstöðvarinnar Iheart Radio.

Hægt var að horfa á tónleikana í beinni útsendingu á Youtube-rás stöðvarinnar og horfðu fleiri þúsund manns á herlegheitin. Sveitin sendi nýverið frá sér plötuna Fever Dream og hefur hún verið að fá glimrandi dóma út um allan heim. Á dögunum náði lagið Alligator toppsætinu á Billboard all-rock-format-listanum, alls ekki slæmt það.

OMAM er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku en næstu tónleikar sveitarinnar fara fram í The Anthem í Washington, DC. OMAM er hreint út sagt frábær tónleikasveit og voru tónleikarnir í gærkvöldi engin undantekning. Við mælum með að þú skellir löppunum upp á borð, ýtir á „play“ og hækkir í botn. 

Lestu meira

Annað áhugavert efni