2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Subminimal með ambient-plötu

Möller Records gaf nýlega út plötuna Intemperie með raftónlistarmanninum Subminimal.

Intemperie er í senn sveim- og tilraunakennd plata en hún inniheldur upptökur af lifandi sveimtónlist þar sem Subminimal skapar sinn einstaka hljóðheim með hljóðsörpum, hljóðgervlum og rafmagnsgítar.

Subminimal hefur verið lengi að og er þekktur fyrir hárbeittar taktsmíðar og bylmingsbassa. Hann hefur komið víða fram í gegnum tíðina og endurhljóðblandað lög fyrir listamenn á borð við Justice og Samaris.

Subminimal hefur áður sent frá sér plöturnar When and How, 2011, hjá Hidden Hawai-forlaginu, og Microfluids, 2012, Sinian, 2014, og Substance EP, 2017, hjá Möller Records.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni