Fimmtudagur 18. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Uppgjör við unglingsárin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elín Sif Halldórsdóttir, eða Elín Hall eins og hún kallar sig, hlaut lof gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lof mér að falla. Elín stundar nú nám í leiklist við Listaháskóla Íslands og semur tónlist meðfram námi. Nýverið sendi hún frá sér nýtt lag, Augun mín, sem fjallar um ástina og verður að finna á væntanlegri plötu hennar, Með öðrum orðum.

„Ég var við það að henda þessu lagi þegar bandið mitt kom með þá hugmynd að gíra það upp og við það breyttist það og varð að algjöru stuðlagi. Magnús Jóhann píanóleikari var svo að spila yfir það og á einni tökunni hélt hann áfram að spila eftir að lagið kláraðist þannig að úr varð fallegur útgangur, sem undirstrikar vel sorgina sem kraumar undir niðri,“ lýsir Elín en umrætt lag, Augun mín, fjallar að hennar sögn um hið sígilda „haltu mér – slepptu mér“ samband.

Lagið verður að finna á fyrstu sólóplötu Elínar, Með öðrum orðum, sem hún er leggja lokahönd á um þessar mundir og er væntanleg í júní. „Ég hef verið að semja þessi lög síðan ég var fimmtán ára, með gítarinn minn uppi í rúmi heima. Platan endurspeglar þann tíma ágætlega því hún fjallar framhaldskólaárin; ástina, vini og samband mitt við sjálfa mig á mótandi tímum,“ segir hún og kveðst hafa lagt sig fram um semja einlæg og heiðarleg lög í mínimalískum útsetningum.

Platan mun innihalda tíu lög sem eru öll sungin á íslensku. Elín hefur þegar sent frá sér þrjú lög af plötunni og stefnir á að senda síðasta „síngúlinn“ út í lok mánaðar með tónlistarmyndbandi.

Lof mér að falla hafði mikil áhrif

Eins og áður sagði lék Elín í kvikmyndinni Lof mér að falla og fór með eitt af aðalhlutverkunum. Hún segir það hafa verið mjög krefjandi og lærdómsríkt verkefni sem hún sé þakklát fyrir í dag.Það var mikil ábyrgð fólgin í því að fá að vera með í að segja svona sögu og myndin kenndi mér hvað það er mikilvægt að nota listina til þess að spyrja spurninga og skapa umræðu,“ segir hún. „Hún tók alveg yfir líf mitt á þessum tíma og ég er enn að átta mig á því hversu mikil áhrif þetta hafði á mig. Ég held að það hafi til dæmis átt stóran þátt í því að ég er í leiklistarnámi í dag.“

„Hún tók alveg yfir líf mitt á þessum tíma og ég er enn að átta mig á því hversu mikil áhrif þetta hafði á mig.“

- Auglýsing -

Spurð hvort heilli meira, tónlistin eða leiklistin segir hún að í augnablikinu finnst sér betra að tjá sig í gegnum tónlistina. „Ég á auðveldara með að eiga frumkvæði í gegnum þann miðil. Annars er leiklistin stór hluti af mér og núna er ég að kynnast henni betur og bæta mig með náminu.“

Með nýtt efni í vinnslu

Og hvað er svo fram undan. „Eins vænt og mér þykir um plötuna mína sem er núna að koma út þá er hún búin að vera í vinnslu í sex ár. Þar af leiðandi er ég ótrúlega spennt að halda áfram að gefa út tónlist sem er nýrri á nálinni,“ segir hún glaðlega og bætir við að hún sé með margt í vinnslu sem hún hlakkar til að koma frá sér.

- Auglýsing -

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Gunnlöð Jóna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -