Fimmtudagur 16. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Íslenskar vefverslanir okra á neytendum – VERÐKÖNNUN – 5.003 prósenta álagning

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Álagning íslenskra vefverslana er þúsundföld þar sem svínað er á íslenskum neytendum hér á landi. Verðkönnun Mannlífs leiddi í ljós ríflega 5.000 prósenta álagningu þar sem hún er mest.

Mannlíf skoðaði verðlagningu hjá sjö íslenskum vefverslunum, eftir fjölmargar ábendingar frá neytendum. í ljós kom meðal annars gríðarleg álagning sem nær ekki nokkurri átt. Hér er verið að okra á neytendum svo ekki sé um villst. Álagningin er á bilinu 292 upp í 5.003 prósent.

Siðlausir viðskiptahættir

Það er engin nýlunda að seldar séu vörur af ýmsu tagi, sem keyptar eru  meðal annars frá Kína. Bæði verslanir og vefverslanir á Íslandi stunda slík viðskipti og ekkert að því. Vörur eru þá oft fengnar í gegnum síður eins og Aliexpress eða heildverslunina Alibaba, sem getur boðið hagstæðara innkaupaverð. Það sem er hins vegar að er það að álagningin hjá mörgum söluaðilum, er engan veginn í takt við innkaupaverð, tolla og flutningskostnað. Auðvitað verður að leggja á vörurnar það segir sig sjálft. Seljandi þarf að fá eitthvað fyrir sinn snúð, þannig ganga eðlileg viðskipti fyrir sig. Þegar horft er upp á álagningu eins og sýnt verður fram á hér á eftir, erum við farin að tala um siðlausa viðskiptahætti.

Reynt að leyna uppruna

Mannlíf kafaði ofan í málið og skoðaði nokkur þessarra fyrirtækja, þau eru þó mun fleiri. Tekið skal fram að Mannlíf hefur fengið ótal ábendingar um öll fyrirtækin. Líklegur uppruni varanna var rakinn beint af íslensku vefsíðunum. Það kom strax í ljós að síðurnar reyndu að gera leitina af uppruna varanna erfiða, í flestum tilfellum, til dæmis með því að ekki er hægt að afrita myndir og leita að þeim. Myndir og myndbönd af vörunum eru oft teknar af erlendum vefsíðum sem bjóða upp á sömu vörurnar. Vörurnar eiga það sameiginlegt að koma upprunalega frá Alibaba eða Aliexpress.

- Auglýsing -

Sendingarkostnaður, tollur og önnur gjöld/kostnaður

Í dæmunum hér að neðan ber að hafa í huga að ekki er reiknaður inn í dæmið sendingarkostnaður né tollur. Ástæðan er einfaldlega sú að mjög erfitt er að segja til um þann kostnað því það eru margar leiðir sem hægt er að fara í þeim efnum. Einnig skiptir máli hvaðan er verið að kaupa, hvort verið sé að panta frá heildversluninni Alibaba eða Aliexpress. Magnið skiptir líka alltaf máli og þeir samningar sem viðkomandi fyrirtæki getur náð að gera við sinn birgja. Það skal þó tekið fram að ekki er um háar upphæðir að ræða sem leggjast á hvert stykki þegar upp er staðið. Tollur er svo auðvitað nokkuð sem verður að greiða sem og virðisaukaskattur. Sumar verslananna reka jafnframt verslun samhliða vefversluninni, auðvitað er þar auka kostnaður líka.Þó að þessi gjöld og jafnvel fleiri kostnaðarliðir leggist ofan á vörurnar sem hér verður fjallað um komast þau ekki nálægt því að geta útskýrt álagninguna.

Neytendur þurfa að vera meðvitaðir

- Auglýsing -

Viðskipti sem þessi eru að aukast hér á landi svo ekki verður um villst. Það er því mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um hvað ræðir. Sumir eru meðvitaðir um þess háttar viðskipti, en langt því frá allir. Það eru fáir ef nokkrir, sem vilja borga margfalt hærra verð ef unnt er að panta vöruna sjálfur að utan. Vefsíður eins og grein þessi fjallar um nýta mjög margar Hópkaup til þess að selja varning sinn. Það skal þó tekið fram að Hópkaup er einungis þjónustuaðili og tengist ekki efni greinarinnar á nokkurn hátt.

Það sem neytandinn ætti að hafa í huga áður en slegið er til og keypt af netsíðu er eftirfarandi:

  • Ber varan merki sem hægt er að fletta upp og skoða ?
  • Er uppruni vörunnar gefinn upp ?
  • Eru upplýsingar um vöruna fullnægjandi ?
  • Ef um snyrtivörur eða annað slíkt er að ræða, eru ítarlegar innihaldslýsingar ?
  • Hve langan tíma tekur að fá vöruna eftir að hún er pöntuð ? Ætti ekki að taka nema fáeina daga.
  • Brettasala og forpöntun og er nokkuð sem ber að staldra við og athuga nánar.
  • Er greiðsluleiðin örugg ?
  • Finndu vöruna annars staðar og sjáðu hvort um eðlilega álagningu sé að ræða.
  • Réttindi þegar pantað er á netinu ? Sjá grein um það hér.

Neytendasamtökin eru með góðar upplýsingar um réttindi neytenda.

 

Allar upplýsingar í töflu og á myndum

Hér að neðan má sjá þær vefsíður sem skoðaðar voru. Allar upplýsingar um verðið á íslensku vefsíðunum, vörurnar, vefsíður sem vörurnar voru raktar til og þeirra verð. Taflan sýnir líka munin á verðinu í prósentum. Hér er ekki í öllum tilfellum miðað við heildsöluverð (sem er mun lægra) heldur aðra vefsíðu sem selur nákvæmlega sama hlutinn með álagningu. Því eru allar líkur á því að verðmunurinn sé meiri en fram kemur hér að neðan.

 

Nýkaup

Álagningin hjá Nykaup.is á þessum vörum: 409%, 818%.

Klikkið á myndirnar hér að neðan til þess að sjá þær í fullri stærð.

BLAQ Ísland  

Á síðu Blaq.is er meðal annars að finna andlitshreinsibusta sem er eftirlíking af mjög vinsælli hreinsigræju á Íslandi í dag. Blaq lætur merkja sér vörurnar, en það er vinsæl og mjög auðfengin þjónusta sem hægt er að fá meðal annars hjá Alibaba. Þannig geta fyrirtæki látið varning sinn líta út fyrir að vera þeirra merki eða hönnun. Þótt þetta sé ekki bannað þá er þetta á mjög gráu svæði.

Selja töflur með afar takmörkuðum upplýsingum um innihald

Blaq býður til sölu mánaðarskammt af kollagentöflum. Það stórfurðulega er að hvergi er hægt að sjá nákvæmar innihaldsupplýsingar. Einungis er gefið upp að það séu kollagen úr fiski, Kalsíum og C vítamín í töflunum (ekkert um í hvaða magni eða hlutföllum). Ekki er þetta traustvekjandi og í raun vítavert, að vera að selja töflur/bætiefni og gefa mjög dapurlegar upplýsingar um innihaldsefni.

BlaQ hreinsiburstinn sem skoðaður var er á kynningarverði og er reiknað með því verði í töflunni. Annars kostar hann 14.900 krónur. Álagning á fullu verði er því 292%.

Álagning Blaq.is á þessum vörum: 292% og 1583%.

Klikkið á myndirnar hér að neðan til þess að sjá þær í fullri stærð.

 

Hledslutaeki.is

Álagning Hledslutaeki.is á þessum vörum: 369% og 895%

Klikkið á myndirnar hér að neðan til þess að sjá þær í fullri stærð.

 

AKO.is

Mikið auglýstur lampi á samfélagsmiðlum.

Álagning AKO.is: 284%

Klikkið á myndirnar hér að neðan til þess að sjá þær í fullri stærð.

 

Snilldarvörur

Álagning hjá Snilldar.is: 561%, 613% og 1360%

Klikkið á myndirnar hér að neðan til þess að sjá þær í fullri stærð.

 

Daría

 Álagning hjá Daria.is: 344% og 355%

 

Klikkið á myndirnar hér að neðan til þess að sjá þær í fullri stærð.

 

Törutrix

Álagning hjá Torutrix.is: 1589% og 5003%

 

Klikkið á myndirnar hér að neðan til þess að sjá þær í fullri stærð.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -