Miðvikudagur 22. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Arnór hefur áhyggjur af geðrofi: „Hvað er eiginlega í gangi hér?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnór nokkur hundaeigandi hefur verulegar áhyggjur af því að tíkin hans sé haldin léttum geðrofum. Hann segist illa skilja hegðun hundsins þegar komið er heim eftir göngutúra.

Arnór stofnar til umræðunnar inni í fjölmennum hópi hundaeigenda á Facebook. Myndbandið sem hann lætur fylgja með frásögninni af áhyggjum sínum er neðar í fréttinni. „Jæja, hvað segiði.. eru margir sem eiga hund sem dettur í svona létt geðrof eftir alla göngutúra? Hvað er eiginlega í gangi hér? Hún tekur ca. 5 mín í svona hegðun eftir alla göngutúra og á það líka til að hlaupa svona 200 hringi í kringum borðstofuborðið, samtals fleiri hundruð metra. Hún gerir þetta nánast alltaf eftir göngutúra, skiptir þá engu máli hvort gangan var 1km eða 10km. Svo róast hún og verður best í heimi,“ segir Arnór.

Fjölmargir hundaeigendur blanda sér í umræðun og flestir þeirra virðast kannast við svipaða hegðun hjá hundunum þeirra. Sólveig er ein þeirra. „Tanya mín lætur svona ef hún er í fötum,“ segir Sólveig.

Svana segir svipaða sögu. „Langhundurinn minn gerir þetta mjög oft eftir göngutúr. Hún hleypur utum allt og hoppar, nuddar sér utan í allt og leggst svo niður eins og ekkert hafi verið,“ segir Svana.

>Og Alex kannast líka við þetta, hvort sem hundarnir hans eru í peysu eður ei.„Okkar eru alltaf svona thegar their koma inn ur gongu hvort sem their eru i peysu eda ekki. Þeir eru bara glađir ad vera komnir heim,“ segir Alex.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -