Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Ástarsaga tveggja raðmorðingja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný kvikmynd um hinn alræmda morðingja Axlar-Björn er vinnslu. Búi Baldvinsson hjá framleiðslufyrirtækinu Hero Produtions segir að hér sé á ferð alveg ný nálgun á söguna.

Búi Baldvinsson hjá framleiðslufyrirtækinu Hero Produtions segir að hér sé á ferð alveg ný nálgun á söguna.

„Þetta er engan veginn hrollvekja þótt það sé mikið um ofbeldi,“ segir Búi. „Þetta er í raun súrrealísk ástarsaga tveggja raðmorðingja. Axlar-Björn er auðvitað hálfgerð þjóðsaga þar sem raunverulega lítið er vitað hvað gerðist á bænum Öxl á Snæfellsnesi þar sem hann og eiginkona hans, Þórdís Ólafsdóttir, bjuggu. Það gefur okkur svigrúm til að leika okkur með söguna, búa til okkar eigin útgáfu af Birni og Þórdísi. Það er þeirra samband og draumar sem keyrir myndina áfram.“
Sagan um Axlar-Björn er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Hero Productions framleiðir í heild sinni en fyrirtækið hefur áður meðframleitt myndir eins og Rökkur, It Hatched og Angels never Cry. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinar er Davíð Charles Friðbertsson, tökumaður Eduardo Ramirez og Vilius Petrikas annast framleiðslu. Aðalhlutverkin tvö, hlutverk Þórdísar og Axlar-Björns, eru í höndum Vivian Ólafsdóttur og Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar og munu persónurnar verða í jafnstórum hlutverkum í þessari útfærslu sögunnar. Búi segir framleiðendurna hafa gefið sér góðan tíma til að finna réttu leikarana, enda séu Þórdís og Björn flóknar persónur og því hafi þeir viljað vanda valið.
„Okkar Björn er t.d. ekki þessi grimmi morðingi sem margir sjá fyrir sér þegar talað er um Axlar-Björn heldur viðfelldinn og sympatískur maður og það tók tíma að finna rétta leikarann. Þegar Hafsteinn kom í prufu vissum við að hann væri loksins fundinn. Hafsteinn bara smellpassaði í hlutverkið.“

„Sagan byggir á þjóðsögu og þótt henni sé kannski ekki fylgt alveg eftir þá hefur leikstjórinn skapað þarna veröld sem verður ólík öllu öðru.“

En hvers vegna ákváðuð þið að gera þessa mynd – þ.e. hvað var það við söguna sem heillaði ykkur? „Af því að undanfarið hafa helst verið að koma út realískar myndir á Íslandi og þessi mynd verður skemmtilega á skjön við þær. Sagan byggir á þjóðsögu og þótt henni sé kannski ekki fylgt alveg eftir þá hefur leikstjórinn skapað þarna veröld sem verður ólík öllu öðru sem er verið að gera hér núna.“
Spurður hvenær myndin verði sýnd í íslenskum bíóum segist Búi reikna með því að það verði í fyrsta lagi næsta haust. Tökum sé nýverið lokið og gangi eftirvinnslan vel verði myndin tilbúin til sýningar í vor. Stefnt sé að fara með hana á hátíðir í vor og sumar og eftir það liggi leiðin í kvikmyndahús. „Þá verður spennandi að sjá hvernig íslenskir áhorfendur taka henni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -