Laugardagur 4. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Auður lýsir hryllingnum á Litla-Hrauni í skugga COVID: „Langar bara að fá knús frá mömmu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maður náttúrulega bara þráir að fá að gefa manninum sínum eitt knús. Þetta eru komin sjö vikur og engin snerting,“ segir Auður Haraldsdóttir, eiginkona fanga á Litla Hrauni. Þegar seinni bylgja kórónaveirunnar fór af stað í júlí voru sóttvarnaraðgerðir hertar í fangelsum eins og annars staðar en skortur á samneyti við ástvini kemur þungt niður á föngum.

„Þetta er farið að hafa svo slæm áhrif á fangana og ekki bara þá sem eiga eiginkonur. Ég veit um einn ungan strák þarna inni sem er alveg brotinn og langar bara að fá knús frá mömmu sinni. Auðvitað eru þeir að taka út sína refsingu, en það er nógu erfitt til að byrja með að vera þarna inni. Þeir verða að hafa eitthvað að hlakka til og eitthvað stuðningsnet, annars leggjast þeir bara í þunglyndi,“ segir Auður í samtali við Mannlíf. DV ræddi einnig við Auði fyrr í dag.

Eftir fjögurra vikna algjört heimsóknarbann síðsumars er henni nú heimilt að heimsækja manninn sinn einu sinni í viku, í klukkustund í senn, en þeim sé meinað að snertast og verði að halda tveggja metra fjarlægð. Brjóti hjónin þá reglu geti hörð refsing legið við. „Þetta er þá bara einangrun í tvær vikur og svo skráð sem agabrot, sem er það versta því það gæti þýtt að hann megi ekki fá neina heimsókn í kjölfarið. En að það teljist agabrot að knúsa sinn nánasta er náttúrulega út í hött,“ segir Auður.

Á sama tíma hafi verið gefnar tilslakanir í samfélaginu, en þær hafi ekki skilað sér innan fangelsismúranna. Þá sé hrópandi ósamræmi í því að fangaverðir sem stundi daglegt líf utan vinnu umgangist síðan fanga án tveggja metra reglunnar, en um leið megi ástvinir ekki koma nálægt þeim. Tímabært sé að rýmka reglurnar að nýju innan múranna, til dæmis með því að heimila einum nánum ættingja að koma, líkt og verið hefur á hjúkrunarheimilum.

„Ég finn sérstaklega til með þeim sem fóru í gegnum fyrri bylgjuna líka,“ segir Auður, því í vor var algjört heimsóknarbann í þrjá mánuði á Litla Hrauni, en maðurinn hennar sat ekki inni á þeim tíma. „Þetta er búið að vera ömurlega ástand fyrir þá fanga og hlýtur að vera erfitt fyrir konurnar þeirra.“ Sömuleiðis reynist henni æ erfiðara að hughreysta manninn sinn.

„Skapið fer út hlátri í grátur mörgum sinnum á dag og það verður erfiðara með hverjum deginum fyrir hann að halda sér frá öllu ruglinu þarna inni, orðinn þunglyndur og reiður út í heiminn eins og ég hugsa að flestir séu þarna inni,“ skrifar hún á Facebook síðu sína í dag.

- Auglýsing -

Hún bendir á að opinbera stefnan sé sú að þetta eigi að vera betrunarvist, auk refsivistar og því megi ekki fara svo að menn komi út úr fangelsum með enn minni trú en áður á stofnunum, kerfinu og fólki. Rannsóknir sýni að stór hluti þeirra sem leiðist út í neyslu og afbrot sé fólk sem skorti tengsl og upplifi sig afskipt. „Það er nákvæmlega þannig sem þessum föngum líður akkúrat núna“ segir Auður. „Mitt mottó er að þú átt að koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig, en það er ekki verið að sýna föngum neina virðingu í þessari stöðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -