Laugardagur 22. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Bæjarstjórinn í Eyjum biður íbúa um að halda ró sinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls hafa 27 manns greinst með COVID-19 í Vestmannaeyjum. Hefur einn verið lagður inn á spítala og eru nær 400 manns í sóttkví. Bæjarstjóri Vestmannaeyja biðlar til íbúa að halda ró sinni.

„Við lifum nú ástand sem er ólíkt öllu sem við höfum áður þekkt. Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona,” byrjar Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestamannaeyju í færslu sem hún birtir á Facebook í ljósi þeirrar stöðu sem er komin upp í Eyjum vegna COVID-19 faraldursins.

Í gær greindust 16 manns með veiruna og voru staðfest smit þar með orðin 27 talsins í Eyjum, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Sama dag þurfti að flytja einn hinna greindu með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem heilsu hans hafði hrakað ört og var hann lagður inn á Landspítalann. Eru auk þess nærri 400 manns nú þegar í sóttkví og er búist fastlega við að þeim komi til með að fjölga. Vegna þessa hafa verið tilkynntar hertar reglur um samkomubann í Eyjum í því skyni að reyna að hefta hraða útbreiðslu COVID-19.

Á Facebook minnir Íris á að reglurnar séu í þágu eyjarskeggja sjálfra. Það sé mikilvægt að fólki taki höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og fari að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin eru hverju sinni sinni.

„En við verðum samt að muna að þetta tekur enda og það kemur bráðum sól og sumar. Höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag.

Rafrænt faðmlag til ykkar allra,” skrifar Íris í færslu sinni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -