Sunnudagur 21. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Bjarni er áhyggufullur: „Ekki rétt að gera neitt annað en að bú­ast við hinu versta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er mikið áhyggju­efni og ekki rétt að gera neitt annað en að bú­ast við hinu versta,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Morgunblaðið.

Tekur Þórdís Kolbrún undir áhyggjur Bjarna og segir að þyngra sé hljóðið í þeim ráðamönnum sem hún hafi fundað með síðustu daga.
Þá hefur verið greint frá því að Vladimir Pútín, forseti Rússlands og Joe Biden Bandaríkjaforseti hafa samþykkt að funda saman svo lengi sem ekki verði ráðist inn í Úkraínu.
Samkvæmt heimildum AEP-fréttastofunnar hefur endanleg tímasetning ekki verið ákveðin. Hafa stjórnvöld Bandaríkja lýst því yfir að þau myndu bregðast hratt og örugglega við ef verður að innrás Rússa í Úkraínu.
Hvað varðar rödd Íslands innan Atlantshafsbandalagsins segir Bjarni Benediktsson hana skýra og rétt sé að halda þeirri stefnu.
„Mér finnst að okk­ar rödd hafi lengi verið skýr al­veg frá því að Krímskagi var inn­limaður og okk­ar viðbrögð hafa verið í takt við það sem hef­ur verið að ger­ast hjá sam­starfsþjóðum okk­ar í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um. Það skipt­ir máli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -