Laugardagur 13. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

„Blátt bann við að ráða tiltekinn gítargaulara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mál Ingós Veðurguðs, sem sakaður hefur verið um kynferðisáreiti og kynferðisofbeldi af tugum kvenna, er alltaf að „stækka“ og hefur tekið á sig ótal birtingarmyndir, og hér eru tvær.

Formaður Nemendafélags Borgarholtsskóla, Jón Bjarni Snorrason, greindi frá því á Twitter-reikningi félagsins að bannað hafi verið að bóka Ingólf Þórarinsson – Ingó Veðurguð – á skemmtanir á vegum félagsins og skólans í rúm átta ár. Megi þá ákvörðun rekja til þess að „stjórn 2012-2013 einfaldlega heyrði „flökkusögu“ um Ingólf og kaus að banna framtíðar stjórnarmeðlimum nemendafélagsins að bóka Ingó Veðurguð. Þetta kemur fram í ársskýrslu stjórnar 2012-2013.“

Sjá einnig: Andrea: „Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt”

Síðan þá hefur Ingó verið á bannlistanum og er þar enn, en þó var hann bókaður á eina skemmtun árið 2018, og urðu deilur um þá ákvörðun innan skólans. Þetta kemur fram á áðurnefndum Twitter-reikningi en þar gagnrýnir Jón Bjarni harðlega, sem og stjórn nemendafélagsins 2021-2022, þá ráðningu veturinn 2017-2018.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hangir uppi blað á skrifstofu skólafélagsins þar sem stendur stórum stöfum: „Ekki bóka Ingó á ball.“ Er Ingó samkvæmt sömu heimildum sá eini sem er á bannlista nemendafélags Borgarholtsskóla.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Ingó Veðurguð í viðtali við Mannlíf: „Ég ætla ekki að láta eyðileggja mannorð mitt“

Í áðurnefndu ársskýrslu nemendafélagsins um gang mála veturinn 2012-2013, kemur fram að reynt hafi verið að banna Ingó Veðurguð frá skemmtunum á vegum skólans; það skráð í reglur nemendafélagsins; einhverjir í stjórninni hafi þó mótmælt því og sagt að ekki mætti banna einstaka tónlistarmenn. En engu að síður var Ingó settur á bannlista.

- Auglýsing -

Annað dæmi sem einnig má benda á er að framkvæmdastjóri Bleika fílsins, forvarnarhóps í Eyjum sem vinnur gegn nauðgunum, Jóhanna Ýr Jónsdóttir tjáði sig um mál Ingós á Facebook.

Sagði meðal annars að „ég hef tekið eftir því undanfarið að heimur samfélagsmiðla á Íslandi skiptist í tvennt. Þeir sem eru á Twitter og svo þeir sem eru ekki á Twitter. Því þeir sem eru ekki á Twitter virðast ekki vita að Samfés, ÍTR og hinir ýmsu skólar hafa lagt blátt bann við að ráða tiltekinn gítargaulara síðustu ár vegna einstaklega óviðeigandi samskipta hans við barnungar stúlkur,“ og bætir við:

„Þau sem eru ekki á Twitter virðast ekki hafa séð skets frá Steinda jr síðan 2009 um þessi sömu óviðeigandi samskipti.“ Jóhanna segist ekki skilja „af hverju ENGIR af þessum stjórnendum sem hafa síðustu tíu ár amk vitað þetta en litu undan, hafi ekki stigið fram núna.

Sjá einnig: Sögur um Ingó safnast upp á Reddit – Veðurguðinn bar fyrir sig minnisleysi hjá Sölva

Þannig að, þið getið hætt að öskra á þessar ungu stúlkur (sem urðu þolendur sem börn btw), það er heill hafsjór af fullorðnu fólki þarna úti sem VISSI en þau gerðu ekkert.

Þögnin frá þeim er meira skerandi en nokkuð annað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -