Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Bókin Grænkerakrásir hlaut eftirsótt Gourmand-verðlaun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matreiðslubókin Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar: vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt eftir sælkerann og fjölmiðlakonuna Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur hlaut á dögunum hin eftirsóttu alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaun í tveimur flokkum. Annars vegar í flokki veganbóka þar sem hún hreppti fyrsta sætið og hins vegar í flokki skandínavískra bóka þar sem hún hafnaði í þriðja sæti.

Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um verðlaunin árlega og samkeppnin er hörð. Gourmand-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995.

Grænkerakrásir komu út fyrir jólin 2018 og bókin hefur fengið mikið lof.

Guðrún Sóley sagði í samtali við Mannlíf þegar bókin kom fyrst úr að uppskriftirnar í bókinni væru fyrir alla sælkera, ekki bara þá sem eru vegan.

„Ég lagði þunga áherslu á að hver einasti réttur væri bragðgóður, djúsí og mettandi. Vegan matur er alls ekkert megrunarfæði eða eintómt hrátt brokkolí. Hún er líka fyrir þá sem vilja auka hlutfall grænmetis í mataræðinu sínu og læra að fara með hráefni sem okkur er kannski ekki tamt að nota,“ sagði Guðrún í samtali við Mannlíf 2018.

Afhending Gourmand-verðlaunanna átti að fara fram í París í júní en vegna aðstæðna varð ekkert af þeirri verðlaunaafhendingu og var því slegið í óformlega verðlaunaafhendingu á Vinnustofu Kjarvals á 17. júní er fram kemur í tilkynningu um Gourmand-verðlaunin sem bók Guðrúnar hlaut.

- Auglýsing -

Myndirnar í bókinni tók Rut Sigurðardóttir og Þorbjörg Helga Ólafsdóttir sá um hönnunina.

Sjá einnig: Gæti borðað avókadófranskarnar með chili-majó í öll mál

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -