Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

„Brotið skoppaði niður í skítakjallara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Gunnarsson hefur verið ritstjóri á Austurglugganum/Austurfrétt í fimm ár og hann býr á Egilsstöðum í Fljótsdal. Við fengum hann til að deila með okkur fimm staðreyndum um hann sjálfan.

 

  1. Í stuttan tíma sem barn dreymdi mig um að verða kokkur. Tilraunaeldhúsið mitt var að blanda saman súrmjólk og kornflögum með púðursykri og sjóða. Ég held að ég hafi ekki smakkað réttinn. Matreiðsluhæfileikar mínir takmarkast í dag af bjúgum og kartöflum.
  2. Ég veit ekkert skemmtilegra en fótbolta. Ég var þó 15 ára þegar ég fór á fyrsta fótboltaleikinn minn. Það var í Stokkhólmi í skólaferðalagi á leik Hammarby og Malmö. Við fórum tveir, ég og Jón Guðmundsson kennari, og stóðum meðal stuðningsmanna Malmö sem vann 0-1. Þetta var í sömu viku og Manchester United varð Englands- og bikarmeistari 1999. Ég gorta mig af því að hafa þar séð Kennedy Bakircioglu, goðsögn hjá þeim sem spiluðu Championship Manager-leikina í persónu. Ég stofnaði líka og ritstýrði um tíma heimasíðu um leikinn.
  3. Eins og tíðkast í sveitum var mér sem barni gefin kind. Hún var mannýg og okkur varð því aldrei til vina. Sú næsta sem ég eignaðist var gæf og með númerið 006. Ég hef reynt að halda í að númer afkomenda hennar – og þar með mínar kindur – séu með númer sem enda á 6.
  4. Ég hef haft yfirráð yfir þremur bílum á ævinni. Allir eru vínrauðir og framleiddir af Toyota. Þeir tveir sem ég hef verið mest á voru báðir Corolla-skutbílar. Ég skipti almennt ekki um það sem ekki bilar – og er alinn upp við að gert sé við hlutina.
  5. Ég braut í mér báðar framtennurnar í efri gómi í bjálfaskap sem barn. Þær voru límdar aftur en áttu til að brotna við álag, til dæmis við að bíta of fast í kexköku með rabarbarasultu. Í eitt skiptið lenti ég í „vinnuslysi“ í tómum fjárhúsunum og brotið skoppaði niður í skítakjallara. Pabbi fann það eftir nokkurra tíma leit og það var límt upp í mig aftur.

Mynd / Kox

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -