Laugardagur 20. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Oft skömmuð fyrir að taka viðtal við fólk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Indíana Hreinsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar, kynnir blómlegt menningarlíf í höfuðstað Norðurlands fyrir landsmönnum. Indiana starfaði áður sem blaðamaður til fjölda ára. Hér ljóstrar hún upp fimm staðreyndum um sjálfa sig.

 

„Ég elska að tala um mat, lesa hollar uppskriftir og horfa á meistarakokka í sjónvarpinu útbúa framandi veislur. Það sem mér finnst best er samt eitthvað gamaldags, eins og gróf hrossabjúgu, kjötfars og sviðinn og reyttur svartfugl.“

„Þrátt fyrir að vera ógurlega klígjugjörn (veit ekkert verra en hár í mat) get ég knúsað hvaða kisa sem er. Enda lít ég á kisur sem nær guðlegar verur.“

„Eftir að hafa starfað sem blaðamaður í 15 ár er erfitt að losa við forvitnina. Ég er oft skömmuð fyrir að taka viðtal við fólk þegar ég held að við séum bara að ræða saman.“

„Var einu sinni Eyjafjarðarmeistari í kvennaflokki í borðtennis. Grenivíkurstelpurnar, sem voru langbestar á þessum tíma, voru í burtu í keppnisferð þegar ég kom, sá og sigraði. Hef, ótrúlegt en satt, ekki tekið upp spaða í líklega 20 ár. Þarf að bæta úr því sem fyrst.“

„Þótt starfsheiti mitt sé kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar er ég líka kynningar- og markaðsstjóri Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Menningarstofnanirnar þrjár sameinuðust í Menningarfélag Akureyrar árið 2014.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -