2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Chanel hættir að nota krókódílaskinn og loðfeld

Franska tískuhúsið Chanel sendi út tilkynningu á mánudaginn þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta að nota skinn af framandi dýrum í varning Chanel. Sömuleiðis mun tískuhúsið hætta að nota ekta lofeld.

Taska úr 2018 haustlínu Chanel.

Í tilkynningu frá Chanel segir að erfitt sé versla skinn af framandi dýrum sem mæta gæða- og siðferðilegum stöðlum Chanel. Vandamál er tengjast framboði hafi orðið til þess yfirmenn tískuhúss Chanel tóku ákvörðun um að hætta allri notkun á skinni af framandi dýrum. Þetta kemur fram í frétt The Business of fashion.

Krókódílaskinn, eðlu- og snákaskinn og loðfeldur hafa ekki verið sérlega áberandi í Chanel-vörum ef miðað er við mörg önnur tískuhús. En þó er slík skinn að finna í nokkrum handtöskum, skóm og flíkum frá Chanel og er sá varningum mun dýrari en sambærilegar vörur sem eru úr tvíd-efni eða lamba- eða kálfaskinni. Sem dæmi má nefna hefur„classic flap“-taska úr snákaskinni frá Chanel kostað upphæð sem nemur um 1,3 milljónum króna. Samskonar taska úr tvíd-efni kostar nærrum því helmingi minna.

Dýraverndunarsinnar hafa lengi vakið athygli á og fordæmt það þegar stór tískuhús nota skinn af framandi og sjaldgæfum dýrum, jafnvel dýrum í útrýmingarhættu. Svo viðist vera sem sú vinna sé farin að skila sér í því að stór tískuhús og hönnuðir á borð við Tom Ford, Tommy Hilfiger, Vivienne Westwood, Ralph Lauren, Gucci, Armani og nú Chanel eru farin að draga verulega úr notkunn dýraskinna.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is