Fimmtudagur 13. júní, 2024
10.6 C
Reykjavik

Davíð vissi ekkert hver Guðni var: „Góður maður á ferð með góða sál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Facebook-hópnum Stuðningsfólk Guðna Th. safnast saman stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Þar hafa margir skrifað innlegg og lýst yfir stuðningi sínum við sitjandi forseta í komandi forsetakosningum og margir deila myndum og/eða sögum af Guðna.

Einn þeirra er Davíð Már Kristinsson þjálfari, sem segir Guðna að líkindum vera besta aðstoðarþjálfara sem hann hefur haft. Davíð Már rifjar upp að fyrir sex, sjö árum síðan hafi hann þjálfað son Guðna, Duncan, í handbolta í KR, en drengirnir í liðinu voru þá 8-9 ára gamlir. Æfingar voru þrisvar í viku, snemma dags og eiginlega engin foreldri mætt á æfingar. Það hafi þó verið einn maður sem mætti á fjölmargar æfingar allan veturinn, nefnilega hann Guðni.

Davíð Már Kristinsson

Á þeim tíma starfaði Guðni hjá Háskóla Íslands, en þar starfaði hann árin 2013-2016 sem kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, lektor, dósent og síðast prófessor.

„Ég vissi ekkert hvaða maður þetta var og spurði sjálfan mig í sífellu í fyrstu hvað væri eiginlega málið með hann að mæta og horfa á nánast aðra hverja æfingu eða svo,“ segir Davíð Már.

Segir hann Guðna hafa gefið sig á tal við hann fyrir og eftir hverja æfingu og oft hafi þeir spjallað lengi saman. „Maður þurfti ekki að vera mjög næmur á mannsálina og mikill mannþekkjari til að sjá og skynja að þarna fór góður maður á ferð með góða sál.“

„Vonandi ber þjóðinni gæfu til að láta þennan mann vera forseta lýðveldisins allavega til næstu 4 ára. Vonandi næstu 8 ára. Að minnsta kosti.“

Guðni og Elisa ásamt börnum þeirra fjórum í júní 2016
Mynd / Facebook

Svo fór að aðstoðarþjálfari Davíðs Más afboðaði sig þrisvar með skömmum fyrirvara, bauðst þá Guðni til að taka að sér hlutverk hans og tók að sögn Davíðs Más frumkvæðið og gekk í hlutverk þjálfarans á örstundu. Kunni hann nöfn alla drengjanna og gaf þeim skýrar skipanir.

- Auglýsing -

„Það var eins og hann hefði aldrei gert neitt annað enda ekki langt að sækja þjálfunar, kennara og stjórnunar hæfileikana frá föður sínum heitnum Jóhannesi Sæmundssyni,“ segir Davíð Már og bætir við:

„Vonandi ber þjóðinni gæfu til að láta þennan mann vera forseta lýðveldisins allavega til næstu 4 ára. Vonandi næstu 8 ára. Að minnsta kosti. Hef reyndar enga trú á öðru. Þetta verður afar stór og sannfærandi sigur. Betri leiðtoga þjóðarinnar gætum við ekki haft. Hann hefur allt það sem þarf til að sæma góðan forseta og þjóðarleiðtoga. Áfram Guðni Th.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -