Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Dressin sem vöktu athygli á árinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar styttist áramótin er gaman að líta um öxl og rifja upp nokkur eftirtektaverð dress sem sáust á rauða dreglinum á árinu sem er að líða.

 

Jennifer Lopez minnti á diskókúlu í hönnun Toms Ford á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar.
Söngkonan Lizzo klæddist áberandi kjól frá Valentino á American Music Awards í nóvember. Handtaskan hennar vakti þó meiri athygli en kjóllinn en um agnarsmáa Garavani Vsling-tösku frá Valentino var að ræða.
Leikarinn Jared Leto klæddist Gucci á Met Gala í sumar. Punkturinn yfir i-ið var vaxmynd af hans eigin höfði sem hann bar á rauða dreglinum.
Rihanna klæddist eigin hönnun á Fashion Awards fyrr í desember og fékk mikið hrós fyrir.
Katy Perry á eitt óvenjulegasta dress ársins. Ljósakrónukjóllinn frá Moschino vakti athygli á Met Gala í maí.
Rapparinn Cardi B vakti lukku þegar hún klæddist Mugler á Grammy-hátíðinni snemma árs.
Leikkonan Zoë Kravitz klæddist toppi frá Tiffany & Co. og pilsi frá Saint Laurent í eftirpartíi á Óskarsverðlaunahátíðinni. Dressið vakti mikla athygli.
Lady Gaga var prinsessuleg í stærðarinnar kjól frá Valentino á Golden Globe-hátíðinni í janúar. Hárið var svo litað fölblátt, alveg í stíl við kjólinn.
Kim Kardashian mætti í óvenjulegum latex-kjól frá Mugler á Met Gala. Eftir hátíðina lýsti hún því hversu gríðarlega erfitt var að komast í kjólinn og til að bæta gráu ofan á svart þá gat hún ekki setið í honum.
Tónlistamaðurinn Harry Styles er óhræddur við að fara nýjar leiðir þegar kemur að klæðaburði. Það sýndi hann og sannaði þegar hann klæddist óvenjulegu Gucci-dressi á Met Gala.

Myndir / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -