Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.1 C
Reykjavik

Dýrustu og ódýrustu apótek landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú á dögunum kannaði verðlagseftirlit ASÍ verð á lausasölulyfjum og ýmsum öðrum vörum sem seldar eru í apótekum.

Samkvæmt vef ASÍ var verð kannað í öllum apótekum landsins eða 26 útibúum. Eitt apótekið neitaði hinsvegar þátttöku í könnuninni og var það Borgarapótek í Borgartúni.

Costco oftast með lægsta verðið

Af þeim 149 vörum sem könnunin náði til, var Costco með lægsta verðið á 53 þeirra. Rimaapótek kom næst á eftir Costco, en í 11 tilvikum voru vörur lægstar í verði þar.

Lyfjabúrið var oftast með hæsta verðið, en 39 vörur voru dýrastar þar og var í 33 tilvikum verðið hæst í Lyfju.

Samkvæmt könnun ASÍ var algengast að munur á hæsta og lægsta verði væri á bilinu 40-60%.

- Auglýsing -

Einnig kemur fram að Verðlagseftirlit ASÍ hvetur neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttakjör.

Verðmunur á ákveðnum vörum

Samkvæmt könnun ASÍ var í mörgum tilfellum mikill munur á hæsta og lægsta verði á algengum lausasölulyfjum. Ofnæmistöflurnar Kestine (20 mg) eru teknar sem dæmi, en 40% eða 4277 króna verðmunur var á 100 stykkjum. Lægst var verðið í Austurbæjarapóteki, 10.673 kr. en hæst 14.900 kr. hjá Apótekinu Mos.

- Auglýsing -

Einnig var mikill munur var á hæsta og lægsta verði á  til dæmis bætiefnum, vítamínum, sjampói og snyrtivörum.
Hið vinsæla fæðubótarefni, Benecta var ódýrast í Costco á 4.783 krónur og dýrast í Lyfsalanum Glæsibæ, en þar kostar það 6.360 krónur.
Einnig var nokkur munur á verðlagi á Nutrilenk Gold (180 töflur), en 2.573 króna munur var á hæsta og lægsta verði.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -