Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

„Ef um smit vegna COVID-19 er að ræða, þá verður skipt um áhöfn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta var eðlilegt tékk,“ segir Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri útgerðarinnar Þorbjarnar. „Ég reikna með að skipið fari út.“

Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar

Þrír skipverja togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar veiktust eftir millilöndun, og er einn þeirra mun veikari en hinir. Skipið mætti til hafnar í Vestmannaeyjum í gær og voru tekin sýni úr skipverjunum þremur um borð.

„Við fylgjum öllum reglum og bíðum núna eftir niðurstöðum. Ef í ljós kemur að um smit vegna COVID-19 er að ræða, þá mun verða skipt um áhöfnina í heild sinni.“

Sjá einnig: Ótti vegna smits um borð í togara – MYNDIR

Í frétt á tigull.is er sagt að 17 menn af 26 hafi verið veikir og þrír mikið veikir. Tekin voru sýni vegna COVID-19 úr 7 skipverjum og 4 skipverjar voru teknir í land og var komið fyrir í farsóttarhúsi vegna veikinda þeirra. Aðrir skipverjar eru um borð í skipinu í svokallaðri biðkví á meðan málið er til rannsóknar og fer enginn frá borði fyrr en niðurstaða liggur fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -