Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Egill spyr: „Eru hvalir rétthærri en önnur dýr sem menn drepa án þess að hugsa út í það?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur alveg skoðanir á hvalveiðum.

„Segi sem er að hvalveiðar eru eitt af þeim málum sem ég get haft margar og andstæðar skoðanir á, jafnvel í einu, svona líkt og skógrækt og afglæpavæðing fíkniefna.“

Bætir því við að „það eru t.d. ágæt rök að veiða ekki hvali ef hvalaskoðun er miklu aðrbærari atvinnugrein. Bestu rökin fyrir því að veiða þá ekki er auðvitað ef stofnar eru í útrýmingarhættu. En gefum okkur að svo sé ekki, að nóg sé af hvalategundinni sem veiða á, hvernig mótar þá specisismi eða tegundarhyggja afstöðu okkar?“

Egill segir að „almennt er mönnum verr við að drepa stór dýr en smá. Eru hvalir vegna stærðar, útlits, greindar eða einhvers annars rétthærri en önnur dýr sem menn drepa án þess að hugsa út í það – hænsn, svín, sauðfé?“

Segir að endingu:

„Í þessu samhengi má nefna þá staðreynd að við mennirnir höfum brotið undir okkur dýrategundir með þeim afleiðingum að einungis sex prósent af samanlagðri þyngd spendýra í heiminum eru villt. Það er skelfileg tilhugsun í raun.

- Auglýsing -

Skuld okkar við náttúruna er ógnarstór.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -