Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Erla er hagsýnn sjókokkur – „Strákarnir narta á meðan ég er í draumlandinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

„Við erum alvöru sjómenn og gefum ekki neinum neitt eftir,“ segir sjómaðurinn Erla Ásmundsdóttir neytandi Sjóarans. Erla er 38 ára Eyjapæja, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum á Eyjunni fögru og grænu. Í dag starfar hún sem kokkur á ísfiskstogaranum Helgu Maríu RE1 í eigu Brim. Um borð eru 17 manns og þar er góður andi ríkjandi og samtaka hópur. Erla er mjög dugleg að elda fisk um borð eða um 5 til 7 sinnum í viku. Það hafa allir gott af því að fá fisk og finnst strákunum steiktur fiskur alltaf rosalega góður.

Erla vill hvetja konur til að taka í auknu mæli þátt í sjómennsku. Á sjó eru í boði góð laun, góður vinnutími með mörgum frídögum. Mér finnst að of margar konur tali of oft um hvað konur eiga að gera en vilja svo sjálfar ekki taka þátt í karlastörfum sem við getum hæglega sinnt. Ef eitthvað er að marka okkur eigum við að láta öll störf verða okkar vettvang, störf fyrir konur og karla. Við erum alvöru sjómenn og gefum ekki neinum neitt eftir. Hættum að tala og mætum til skips á jafnréttisgrundvelli.

Viðtalið við Erlu í heild sinn má sjá hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -