Laugardagur 18. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Að minnsta kosti 163 Palestínumenn drepnir síðasta sólarhring – Árás gerð á enn eitt sjúkrahúsið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelski herinn drap 163 manneskjur og særðu 350, síðasta sólarhringinn, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gaza.

Fjöldi fórnarlamba sprengjuárása Ísraelska hersins eru enn föst undir braki húsa en björgunarmenn ná ekki til þeirra. Nú hafa að minnsta kosti 24.448 manns verið drepnir á Gaza frá 7. október, þar af um 10.000 börn. Þá hafa að minnsta kosti 61.504 slasast.

Palestínska blaðakonan Bisan Owda, sendi í nótt frá sér myndskeið frá Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis á Gaza, sem er síðasta sjúkrahúsið á Gaza sem er með fulla virkni. Gríðarmiklar árásir voru gerðar á sjúkrahúsið í nótt en Bisan í mynskeiðinu, sem hún birti á Instagram-síðu sinni segir hún frá yfirvofandi árásum á sjúkrahúsið og segir að myndskeiðið gæti verið hennar síðasta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -