Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Ellefu ára stúlka lést eftir að hafa verið send heim af bráðamóttöku: „Færði okkur svo mikla ást“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellefu ára stúlka í Warwick í Englandi, sem leitaði á sjúkrahús vegna mikilla innankvala fannst látin í rúmi sínu morgunin eftir. Hún hafði verið send heim af spítalanum og sagt að hún væri með hægðartregðu.

Foreldrar Annabel Greenhalgh krefjast nú svara eftir að skólastúlkan var útskrifuð af Warwick-sjúkrahúsinu þar sem læknar á bráðamóttökunni sögðu að hún væri með hægðatregðu. Morguninn eftir, þann 14. október 2022, fann faðir hennar Craig hana að því er virtist meðvitundalausa á heimili þeirra í Warwick og hringdi í neyðarlínuna. Þrátt fyrir tilraunir sjúkraliða til að endurlífga hana var Annabel úrskurðuð látin á vettvangi.

Hin ástkæra dóttir hjónanna upplifði mikla kviðverki frá 2017 til 2021, sem krafðist sjúkrahúsmeðferðar í nokkur skipti. Rannsókn á dauða Annabel hefst föstudaginn 14. júní í Coventry Coroners’ Court.

Hryggbrotnir foreldrar hennar, Craig og Josie sögðu að þau hafi verið skilin eftir með „gapandi gat“ í lífi sínu. Josie, 45 ára, sagði: „Annabel var ótrúlegt barn og var elskuð af öllum sem kynntust henni. Hún var blíð, einstaklega skörp, skapandi, skemmtileg og alltaf samþykkt af öllum.

„Hún elskaði tónlistina sína algjörlega, tískuna sína, listina sína, vini sína og ástkæra köttinn sinn Reuben. Hún var okkar mesta gjöf og færði okkur svo mikla ást, gleði og hamingju í líf okkar. Síðan við misstum hana hefur stór hluti af okkar dögum verið fylltur af vanlíðan, tómleika og sorg.“

Hin ellefu ára Annabel hóf nýlega nám í Alcester Grammar-skólanum og var sögð „mjög elskuð“ af kennurum og nemendum. Foreldrar hennar vonast til að rannsóknin á dauða hennar muni gefa upplýsingar um meðferð hennar áður en hún lést. Craig sagði: „Þegar okkur var sagt að við gætum tekið Annabel heim af sjúkrahúsinu, treystum við því að það væri ekkert alvarlegt í gangi.“

- Auglýsing -

„Að vakna morguninn eftir og komast að því að hún svarari ekki var alveg hrikalegt og eitthvað sem við eigum enn erfitt með að skilja. Á hverjum degi síðan þá höfum við velt því fyrir okkur hvort meira hefði verið hægt að gera til að bjarga litlu stelpunni okkar. Hún var okkar eina barn og enn er svo mörgum spurningum ósvarað um hvað kom fyrir hana. Við vitum að það verður ótrúlega erfitt að heyra allt aftur í rannsókninni, en það er eitthvað sem við þurfum að gera til að heiðra dóttur okkar og fá svörin sem við höfum leitað í meira en 18 mánuði.“

Bætti hann við:

„Frá því að við misstum Annabel hefur verið gapandi gat í lífi okkar og við myndum ekki óska ​​neinum þess sem við höfum þjáðst. Hún var nýbyrjuð á miðstigi og átti allt lífið framundan. Orð geta ekki lýst því hversu mikið við söknum hennar.“

- Auglýsing -

Craig og Josie hafa síðan verið í sambandi við lögfræðinga hjá Irwin Mitchell til að rannsaka harmleikinn frekar. Lögfræðingur fjölskyldunnar, Emma Rush, sagði: „Josie og Craig eru skiljanlega niðurbrotin yfir að missa litlu stúlkuna sína svo skyndilega og á hörmulegan hátt. Þau eru enn með fjölda spurninga um það hvað hafi komið fyrir hana. Þó ekkert geti endurlífgað Annabel, þá er rannsóknin stór áfangi í því að geta veitt fjölskyldu hennar þau svör sem þau eiga skilið. Ef í ljós kemur að mistök hafi verið gerð í læknismeðferðinni á henni á meðan á rannsókn stendur er mikilvægt að draga lærdóm af því til að bæta öryggi sjúklinga.“

Mirror sagði frá harmleiknum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -