Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Elon Musk opnar sig um deiluna við elstu dótturina: „Heldur að allir sem eru ríkir séu illir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkasti maður heims, hinn umdeildi Elon Musk, opnar sig um deiluna á milli hans og 19 ára dóttur hans, samkvæmt úrdrætti The Wall Street Journal úr ævisögu Musk sem beðið er átekta eftir að komi út, þann 12. september.

Úrdrátturinn, sem birtist í gær, fer að mestu yfir lætin í kringum yfirtöku Musk á Twitter, sem nú ber heitið X. En þar er einnig varpað ljósi á sambandi hans við elstu dóttur hans.

„Hey, ég er trans, og nú er nafn mitt Jenna,“ skrifaði þá 16 ára dóttir Musk í skilaboðum til eiginkonu bróður Musk, og bætti við „Ekki segja pabba mínum.“

Dómstóll í Kaliforníuríki heimilaði þá 18 ára dóttur Musk, að breyta nafni sínu í Vivian Jenna Wilson en hún hafði þá tekið þá ákvörðun að taka upp skírnarnafn móður sinnar, Justine Musk. Dómarinn viðurkenndi einnig að kyn hennar væri kvenkyn og úrskurðað um útgáfu nýs fæðingarvottorðs til að endurspegla breytingarnar.

Samkvæmt dómsskjölunum, sem People komst yfir, sagði Jenna að ástæðan fyrir breytingunum væru vegna kynvitundar og þeirrar staðreyndar að hún hefði engan áhuga á að vera skyld föður sínum lengur, á nokkurn hátt.

„Hún fór handan sósíalismans og varð algjör kommúnisti og heldur að allir sem eru ríkir séu illir,“ sagði Musk í úrdrættinum sem birtist í gær.

- Auglýsing -

Walter Isaacson, sem skrifaði ævisögu Musk, segir í bókinni: „Deilurnar særðu hann meira en nokkurt annað, alveg síðan fyrsta barn hans, Nevada lést“ en barnið lést af völdum vöggudauða, aðeins 10 vikna gamalt.

„Ég hef reynt ýmislegt,“ sagði Musk um tilraunir sínar til að ná tengslum við dóttur sína, samkvæmt úrdrætti bókarinnar. „En hún vill ekki eyða tíma með mér.“

Isaacson skrifað að Musk teldi að stjórnmálaskoðanir Jennu hefðu verið mótaðar í framsæknum skóla sem hún sótti í Los Angeles.

- Auglýsing -

Musk hefur verið hávær á Twitter (nú X) varðandi skoðanir sínar um fornöfn transfólks og kynsegin fólks. Eftir að hann var harðlega gagnrýndur í desember 2020 fyrir að gera grín að notkun fornafna þessa hóps, í Twitter-færslu sem hann eyddi svo, sagði hann að þó hann styddi „algjörlega“ transfólk, þá væru „öll þessi fornöfn fagurfræðileg martröð.“

Í maí 2022, mánuði eftir að dóttir hans breytti kyninu og nafninu fyrir dómi, sagðist Musk ætla að kjósa framvegis Repúlblikana, sér í lagi Ron DeSantis, en hann skrifaði frumvarp fyrir lögum sem kallast á ensku Parental Rights in Education sem oftast er kallað „Ekki segja samkynhneigð“ lögin.

Ævisaga Musk kemur út 12. september.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -