Fimmtudagur 18. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Göngustígamorðingi laus í Maryland – Önnur kona horfin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kennari í Maryland hvarf sporlaust eftir að hafa sést á útivistasvæði aðeins nokkrum dögum áður en lík fimm barna móðurinnar Rachel Morin fannst á svipuðum slóðum.

Mariame Toure Sylla, sextug, sást síðast að kvöldi 29. júní nærri Schrom Hills Park í Greenbelt, sem er um klukkutíma norður af staðnum þar sem lík Morin fannst.

Mariame Toure Sylla

Tilkynning um hvarf Morin barst lögreglu 5. ágúst eftir að hún kom ekki heim eftir að hafa farið í göngu í Ma and Pa gönguleiðina í Bel Air, sem er í Schrom Hills Park, Maryland. Illa barið lík hennar fannst daginn eftir.

Sjá einnig: Fimm barna móðir myrt á vinsælli gönguleið: „Ég elska Rachel, ég myndi aldrei gera henni neitt“
Sjá einnig: Vinkona Rachel fann lík hennar í fráveituskurði: „Þetta er svo svívirðilegt athæfi“

Þrátt fyrir mikil líkindi með málunum tveimur, hefur lögreglan ekki opinberlega tengt þau saman. Yfirvöld sem rannsaka hvarf Sylla, hafa enn engar vísbendingar um málið, þrátt fyrir meiriháttar leit að henni, samkvæmt lögreglustjóranum í Greenbelt, Richard Bowers.

Bætti lögreglustjórinn við að hann hefði „engar upplýsingar“ um það hvort hvarf hinnar sextugu Sylla væri tengt tveimur nýlegum líkfundum á svæðinu.

- Auglýsing -

Illa farið lík Morin fannst á vinsælli gönguleið á sunnudaginn en engar handtökur hafa verið gerðar í málinu.

„Við höldum áfram að biðla til almennings um hjálp,“ sagði Bowers í dag. „Því lengur sem hún er týnd … þeim mun meiri áhyggjur höfum við af því að við náum að finna hana heila á húfi.“

Eftir ítarlega leit með leitarhundum segist lögreglan ekki trúa því að Sylla sé í nágrenni Schrom Hills Park eða heimili hennar, bætti Bowers við.

- Auglýsing -

Samkvæmt WUSA 9, tók Sylla reglulega 30 til 45 mínútna göngutúra í kringum útivistasvæðið, oftast rétt fyrir sólsetur.

Sá möguleiki að kennarinn hafi yfirgefið landið, samkvæmt Bowers, hefur að mestu verið útilokaður.

„Við höfum fengið ábendingar … eins langt og frá Pennsylvaniu … þannig að við vitum að fólk veit af þessu,“ sagði Bowers.

Sylla er umsjónarkennari þriðja bekkjar í Dora Kennedy French Immersion grunnskólanum.

Nemendur og aðrir úr samfélaginu heiðruðu Sylla í tilfinningaþrunginni vöku í síðustu viku.

„Hún er með stórkostlegan persónuleika. Hún er yndisleg manneskja, að utan og innan. Hún er algjör sólargeislu … Við elskum hana. Stuðningur og ást mun flæða til hennar því það er mikil þörf fyrir hana í skólanum,“ sagði Cece Cole, fyrrverandi kennari við Dora Kennedy skólann, við WJLA fréttamiðilinn. „Við erum algjörlega niðurbrotin yfir hvarfi hennar og vonum að hún finnist á lífi og örugg.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -