Miðvikudagur 20. september, 2023
7.8 C
Reykjavik

Fimm barna móðir myrt á vinsælli gönguleið: „Ég elska Rachel, ég myndi aldrei gera henni neitt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan í Maryland, sem rannsakar morðið á fimm barna móðurinni Rachel Morin, sem fannst látin á sunnudaginn á vinsælli gönguleið, sagði Fox News Digital að hún hefði verið myrt og biðlaði til almennings sem gætu vitað eitthvað um málið, að stíga fram.

„Þetta var ekki slys eða sjálfsvíg. Þetta er illvirki af hálfu annars,“ sagði Jeff Gahler lögreglustjóri.

Morin, sem var 37 ára, fór af heimili sínu klukkan 18:30 á laugardaginn til að fara í göngutúr á Ma and Pa gönguleiðinni í Bel Air, Maryland, um það bil 48 kílómetra frá Baltimore.

„Hún lifði mjög virku lífi,“ sagði lögreglustjórinn. „Það var ekkert óvenjulegt við það að hún færi út í göngu.“

Þegar hin fimm barna móðir kom ekki aftur úr göngunni hringdi kærasti hennar, Richard Tobin í lögregluna klukkan 23:30 og tilkynnti um hvarf hennar.

Stuttu eftir 01:00 fann manneskja lík Morin sem lá við hlið stígsins. Ekki vildi Gahler gefa upp nákvæma hvar hún fannst en sagði að það hafi verið í þéttu skóglendi, öðru hvoru megin við gönguleiðina, þar sem áður fyrr lágu lestarteinar. Sagði Gahler að rannsakendur viti ekki enn hvort Morin hafi verið drepin af handahófi eða hvort hún hafi verið fyrirfram valið skotmark.

- Auglýsing -

Bætti hann við að hún hafi gengið þessa slóð reglulega, sem part af æfingarrútínu. „Þetta gæti hafa verið einhver sem vissi af rútínu hennar og vissi hvar hún yrði um þetta leyti eða þetta gæti verið einhver ókunnugur.“

Morðið hefur vakið mikinn óhug í hinum rólega bæ, sem telur aðeins 10.000 íbúa. „Við erum sýsla þar sem mjög lítið er um glæpi,“ sagði Gahler lögreglustjóri en heimili hans stendur við gönguleiðina. „Samfélag okkar er réttilega mjög áhyggjufullt.“

Lögreglan fann bifreið Morin á Williams-stræti, við upphaf gönguleiðarinnar en bifreiðin hefur verið tekin í vörslu lögreglunnar til frekari rannsóknar.

- Auglýsing -

„Við höfum engin myndskeið frá bílastæðinu frá kvöldinu sem morðið var framið,“ sagði Gahler. Lögreglustjórinn bað almenning að vera ekki með vangaveltur á netinu og hvatti þá sem gætu verið með upplýsingar um málið að hringja í lögregluna í stað þess að skrifa á samfélagsmiðla. „Við minnum samfélag okkar á að ef þú heldur að þú hafir séð eitthvað, sem gæti tengst málinu, að þá viljum við tala við þig.“

Yfirvöld bíða niðurstöðu krufningar.

Nýr kærasti Morin rauf þögnina á sunnudaginn á Facebook eftir að netspekingar höfðu velt fyrir sér hvort hann gæti tengst morðinu. „Ég elska Rachel, ég myndi aldrei gera henni neitt, leyfið fjölskyldunni og mér að syrgja. Já ég á slæma fortíð en ég hef líka verið edrú í 15 mánuði og hef breyst sem manneskja. Gerið það,“ skrifaði Tobin.

Tobin, sem er 27 ára, hefur áður verið handtekinn fyrir skemmdarverk, líkamsárás, fyrir að brjóta nálgunarbann og fleiri kæra, samkvæmt dómsskrám Maryland. Lögreglan hefur hvort nefnt hann sem aðila grunaðan um morðið né sakað hann um eitthvað refsivert.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -