Bílstjóri sem var á flótta undan lögreglu henti hundi út úr bílnum. Það er furðulega algengt í Bandaríkjunum að lögreglumenn þurfi að elta glæpamenn fyrir ýmiss konar brot. Oftar en ekki rata slík mál í fjölmiðla og má nefna O.J. Simpson í þeim efnum en bílstjóri sem lagði á flótta undan lögreglu í gær í Los Angeles mun seint vera talinn mikill dýravinur en hann henti hundi sínum út úr bílnum þegar bílinn var á miklum hraða. Ekki er vitað hvort hundurinn hafi lifað atvikið af. Maðurinn keyrði á tvo bíla í eltingarleiknum áður en hann var handtekinn. Bílstjórar þeirra bíla sem hann keyrði á slösuðust ekki alvarlega. Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.